Rússar í lykilhlutverki í stríðinu á milli Armena og Asera

Rússar eru í lykilstöðu til þess verja Armena fyrir Aserum í hernaðarátökum landanna í Kákasusfjöllum vegna ákveðins ODKB samkomulags sem kveður á um að Rússar verði að koma veikari og máttminni þjóð í hernaði til hjálpar.

Hingað til hafa rússar átt í vinsamlegum samskiptum við Asera en í stríðinu milli Armena og Asera sé ljóst að Armenar eiga undir högg að sækja enda með mun máttminni her en Aserar og því mun það koma í hlut rússa að aðstoða Armena verði ekki stillt til friðar fljótlega.

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Haukur Hauksson um stríðið en Haukur segir að nokkuð ljóst sé að Tyrkir hafi kynnt undir því að Aserar myndu hefja stríð við Armena, rússar muni hins vegar ekki leyfa Aserum að undirlagi tyrkja að ráðast að og reyna að útrýma Armenum eins og tyrkir reyndu árið 1915.

Haukur segir að Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ásamt Vladimir Pútín orseta reyni nú til þrautar að stilla til friðar á svæðinu enda sé ljóst að ef það takist ekki stefni í mikið mannfall og á slíku tapi allir, sama með hverjum þeim standa.

Smelltu hér til þess að hlusta á þáttinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila