Heimsmálin: Rússar klárir með bóluefni sem hefur góða virkni

Rússneskir vísindamenn á sviði lyfjaþróunar hafa lokið þróun bóluefnisins Sputnik 5 sem veitir samkvæmt prófunum 95% vernd fyrir Kórónavirunni sem veldur Covid-19. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir að þrátt fyrir að lyfið hafi mjög mikla virkni sé það ódýrt miðað við önnur sambærileg lyf sem í þróun eru og segir Haukur verðið vera á bilinu 500-600 íslenskar krónur fyrir skammtinn. Nú sé beðið eftir því að þau leyfi sem liggja þurfi fyrir til þess að koma leyfinu á markað verði samþykkt.

Sé miðað við þá virkni lyfsins sem fram hefur komið er lyfið eitt af þeim betri sem til verða á markaði fáist söluleyfi á því samþykkt en rússar hafa þótt fremstir meðal jafningja í þróun bóluefnis, pólitískar ástæður hafi þó valdið því að rússar hafa verið hafðir úti í kuldanum í umræðunni um þróun bóluefna en rússnesk stjórnvöld vona að lönd heimsins horfi á málin með opnum huga og taki höndum saman þegar bólusetning hefst og ráði niðurlögum veirunnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila