Rússar losa sig við Bandaríkjadali og kaupa gull í staðinn

Anton Siluanov fjármálaráðherra Rússlands tilkynnti um sölu Rússlands á dollurum í gær.

Í kjölfar ásakana bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar standi fyrir stöðugum töluvuárásum gegn Bandaríkjunum hafa Rússar tekið þá ákvörðun að losa landið við alla sjóði sína í dollurum. Er um að ræða a.m.k. 186 milljarða dollara þjóðlegan velferðarsjóð sem Seðlabanki Rússlands selur til að fjárfesta beint í gulli, evrum, pundum og yuan í staðinn. Anton Siluanov fjármálaráðherra Rússlands tilkynnti þetta á fimmtudagsmorgun á árlegu alþjóðlegu efnahagsþingi Pétursborgar. Siluanov sagði við blaðamenn „Við getum gert þessa breytingu frekar fljótt, innan mánaðar.“

Minnka áhættu í dollurum vegna síendurtekinna viðskiptahótana Bidens m.a. vegna „íhlutun í kosningunum 2020

Fjármálaráðherrann sagði, að Kreml þyrfti að draga úr þeirri áhættu sem Bandaríkin væru, þegar Biden forseti hótar víðtækum efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Rússum í kjölfar síðustu tölvuárása. Þau mál verða á dagskrá þegar Pútín og Biden hittast bráðlega. M.a. ásakar Biden Rússland fyrir að hafa haft áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, þrátt fyrir að ásakanir Demókrata um slíkt svindl fjórum árum áður hafi runnið út í sandinn án nokkurra sannana. Seðlabankinn mun sjá um sölu dollarans. Sofya Donets, hagfræðingur Renaissance Capital í Moskvu segir að „Seðlabankinn getur gert þessar breytingar á velferðarsjóðnum án þess að grípa til markaðsaðgerða. Það er meira eða minna tæknilegt.“

Fréttirnar koma ekki algjörlega á óvart: Rússlandsbanki, seðlabanki Rússlands, hefur dregið jafnt og þétt úr hlutabréfum í dollurum undanfarin ár vegna aukinna viðskiptaþvingana frá Bandaríkjunum og Evrópu. Rússneska þingið heimilaði sjóðnum nýlega að kaupa gull í gegnum seðlabankann. Eftir þessa síðustu breytingu verða eignir sjóðsins 40% evrur, 30% yuan, 20% gull og 5% jen og 5% pund.

Pútín hefur varað við gengisfellingu dollarans í mörg ár

Vladímír Pútín Rússlandsforseti varaði við því fyrir nokkrum árum, að Washington væri ósjálfrátt að flýta fyrir gengisfellingu dollarans með árásargjörnum efnahagslegum viðskiptabönnum sínum, sem neyddu pólitíska andstæðinga til að minnka eigur sína í dollurum. Í síðasta mánuði náðu Rússar nýjum áfanga, þegar greitt var fyrir minna en 50% af útflutningi Rússlands í dollurum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila