Rússar telja að stækkun NATO til austurs ógn við Evrópu

Rússar segja að stækki NATO meira til austurs raski það jafnvægi sem nú ríki og sé í raun almenn ógn við friðinn í Evrópu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haukur segir að rússar telji að þetta ógni ekki síst Úkraínu þar sem ástandið sé afar viðkvæmt

„það er afar mikil spilling og óstjórn í landinu og þar er mikil hætta á borgarastyrjöld í landinu á milli stjórnarhersins og ýmissa sveita sem hann styrkir og fá styrk erlendis frá líka og fleiri aðilum sem er uppsigað við stjórnvöld“

Þá bendir Haukur á að margt annað sé að í Úkraínu, meðal annars fari þar fram mikil ritskoðun, fjölmiðlum er lokað af stjórnvöldum, blaðamenn hverfa og aðrir deyja á undarlegan hátt, stjórnvöld hagi sér þannig á afar sérkennilegan hátt.

Haukur segir ekki að undra að rússar telji stækkun NATO vera ógn við friðinn í Evrópu, það hafi hingað til stækkað í nokkrum nokkurs konar bylgjum allt frá falli Sovétríkjanna og telji nú 30 þjóðir á móti Rússlandi einu.

„Rússar hafa áhyggjur af þeirri pólitísku umgjörð sem sköpuð hefur verið og þeirri leið sem Úkraína hefur verið á með hjálp Evrópusambansins, NATO og Bandaríkjanna sé töluvert ógnvænleg í augum rússa, auk þess sem ástandið við landamæri Póllands og Hvíta Rússlands hafi ekki bætt stöðuna.

Því hafi Pútín forseti dregið línu í sandinn og sent sína menn til Genf til viðræðna um málin við Bandaríkin, NATO og Öselöndin og vonast til að ná niðurstöðu sem tryggi friðinn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila