Rússar vara NATO við því að senda hermenn til Úkraínu – „ógnvekjandi“ stigmögnun

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu t.v. sagði í símaviðtali í dag við Joe Biden forseta Bandaríkjanna að Úkraínuher væri reiðubúinn fyrir átök í austurhluta landsins. Biden hét honum fullum stuðningi Bandaríkjanna.

Joe Biden forseti Bandaríkjanna lofaði Volodymyr Zelensky forseta Úkraína í símaviðtali í dag „fullum stuðningi gegn árásum Rússa í Donbas og Krímskaga.” Ræddu forsetarnir um „Ukraine´s Euro-Atlantic aspirations“ sem er undirbúningsvinna Úkraínu til að sækja um inngöngu í NATO en þáttaka Úkraínu í NATO myndi breyta stríðinu í Úkraínu í beint stríð á milli NATO og Rússa og auka hættu á allsherjar stríði. Ásökunartónn Bidens um „árásir Rússa” í Úkraínu og að kalla Vladimir Pútín forseta Rússlands fyrir „sálarlausan morðingja” hafa ekki haft nein jákvæð áhrif á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Zelensky á að hafa tilkynnt Biden, að úkraínski herinn sé reiðubúinn til aðgerða í Donbass.

Ástandið „afar ógnvekjandi”

Kreml lýsti þungum áhyggjum af stöðu mála í dag og varaði við því, að NATO-herlið innan landamæra Úkraínu myndi leiða til tafarlausra mótaðgerða frá Rússlandi til að tryggja eigið öryggi og hagsmuni. Talsmaður Kreml, Dmitry Peskov, sagði blaðamönnum, að ástandið á víglínunni í austurhluta Úkraínu milli úkraínskra stjórnarhers og aðskilnaðarsveita, sem Rússar styðja, væri „afar ógnvekjandi” og að margs konar „ögranir“ ættu sér stað.

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi á fimmtudag við starfsbróður sinn í Úkraínu, Andrii Taran, og „fordæmdi nýlega stigvaxandi árásargjarnar og ögrandi aðgerðir Rússa í Austur-Úkraínu“ að sögn Pentagon.

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, fordæmdi hreyfingar á rússnesku herliði við landamærin og sagði Rússa vera að sýna vöðvana á ögrandi hátt en her Úkraínu væri tilbúinn að mæta slíku. Í fyrri viku voru fjórir úkraínskir ​​hermenn drepnir í bardaga í Donetsk og Kiev sagði aðskilnaðarsinna studda af Rússlandi bera ábyrgð á drápunum. Alþýðulýðveldið Donetsk fullyrðir hins vegar, að hermennirnir hafi týnt lífi við athugun á jarðsprengjusvæði en ekki í neinum bardögum.

Bandaríkjaher hækkar ógnunarstig í Evrópu í „hugsanlega yfirvofandi kreppu”

Þing Úkraínu tilkynnti í vikunni um „skarpa stigmögnun“ í austri og herforingi Úkraínu hefur sett Úkraínuherinn í viðbragðsstöðu. Yfir 14 þúsund hafa týnt lífinu í átökum vegna Krímskaga frá 2014. Yfirvöld Bandaríkjahers (EUCOM) tilkynntu í vikunni um hækkað „ógnunarstig“ í Evrópu. Tilnefningin er nú opinberlega hækkuð í „hugsanlega yfirvofandi kreppu“ vegna Austur-Úkraínu. Bandaríkin hafa nýverið sent 350 tonn af herbúnaði til Odessa hafnarinnar í Úkraínu.

Skothríð í Donetsk þessa viku benda til stigmögnunar átaka á svæðinu. Erindreki ESB segir að Rússar séu að „sýna vöðvana til að ná betri samningaaðstöðu við nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna.” Rússar vísa slíkri kenningu á bug. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segist vonast til þess „að Úkraínuher verði ekki „hvattur“ af stjórnmálamönnum, sem aftur verða „hvattir“ af Vesturlöndum undir forystu Bandaríkjanna“ til að efna til frekari átaka. Sagði Lavrov að

“Pútín Rússlandsforseti sagði ekki alls fyrir löngu og á sú yfirlýsing enn við í dag, að þeir sem reyna að hefja nýtt stríð í Donbass muni tortíma Úkraínu.”

Úkraínuher flytur skriðdreka að átakasvæðum í Luhansk og Donetsk í gær.
Rússneski herinn flytur herbúnað að landamærum Úkraínu í dag.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila