Rússar senda hjálp – Frakkar stöðva sendingar hjálpargagna til Ítalíu

Sænska fyrirtækið Mölnlycke Health Care hefur ekki getað afgreitt milljónir gríma og gúmmíhanska til Ítalíu eða Spánar, því Frakkar stöðva allar vörur frá Kína sem koma inn í landið og hleypa þeim ekki áfram vegna útflutningsbanns. Forstjóri fyrirtækisins Richard Twomey er ekki ánægður: 

”Þetta er algjörlega óviðunandi. Ekkert af því sem við sendum inn í Frakkland fer áfram út úr landinu.”

 Hegðun Frakka eykur verulega á erfiðleika sjúkrahúsa í Suður-Evrópu til að útvega öryggisbúnað til starfsmanna. Þá hafa Pólverjar lokað landamærum að Tékkalandi en margir Pólverjar vinna í verksmiðju fyrirtækisins í Tékkalandi sem framleiðir tæki til sjúkrahúsa sem m.a. eru notuð í Svíþjóð. Öll störf liggja núna niðri í verksmiðjunni.


Á meðan ESB-löndin rífast um aðföng til sjúkrahúsa, þá hafa Rússar m.a. sent mikinn fjölda vörubíla hlöðnum öryggisbúnaði og öndunarvélum til verstu svæða kórónufaraldursins á Ítalíu. Rússar sendu einnig 180 hersjúkraliða og sérfræðinga í smitvörnum í lífefnavopnastríði. 


Þegar New York Times spurði fulltrúa Kreml Dmitry Peskov hvort Rússar vænti þess að Ítalir aflétti viðskiptahöftum ESB gegn Rússlandi, þá finnst honum spurningin fáránleg: ”Við tölum ekki um nein skilyrði eða útreikninga eða vonir um slíkt hér. Ítalía hefur greinilega mikla þörf á mun breiðari aðstoð og það sem Rússar koma með ráðum við vel við.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila