Rússland ætlar að ganga úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO og Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO

Rússar sögðu sig úr Evrópuráðinu í mars og íhuga að yfirgefa WHO og WTO. Skuldbindingarnar eru lítill sem enginn ávinningur fyrir Rússland, þvert á móti skapa sumar þeirra tjón fyrir Rússland, sem í dag er beitt yfir tíu þúsund refsiaðgerðum vestrænna ríkja.

Refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO

Búist er við að Rússland hætti aðild sinni að alþjóðastofnunum eins og WHO. Slík tillaga hefur verið send rússneska þinginu, segir í frétt RT að sögn sænska Swebbtv.

Pjotr ​​Tolstoy varaforseti rússneska þingsins segir, að Rússar muni yfirgefa alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO:

„Utanríkisráðuneytið sendi Dúmunni lista yfir slíka samninga og í sameiningu með efri deild þingsins ætlum við að leggja mat á samningana og leggja síðan til að við segjum þeim upp.

Rússland sagði sig úr Evrópuráðinu, nú er næsta skref að segja sig úr WTO og WHO sem hafa vanrækt allar skuldbindingar við landið okkar.“

Rússar yfirgáfu Evrópuráðið í mars, rétt áður en ráðið útilokaði Rússland. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1969, sem nokkurt land yfirgefur Evrópuráðið.

Nú er búist við að Rússland „endurskoði alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála Rússlands“ skrifar RT, þar sem skuldbindingarnar eru ekki taldar veita landinu neina ávinning heldur þvert á móti valda Rússlandi tjóni. Rússar halda því til dæmis fram, að refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn landinu brjóti í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO. Í augnablikinu eru um 10.000 refsiaðgerðir gegn Rússlandi, sem gerir landið að mestua refsiaðgerðaríki heims, bendir RT á.

Deila