Rússland: „Er þetta viðurkenning Póllands um hryðjuverk?“ – Pólska svarið: „Deilið gjarnan kenningunni“

Rússar brugðust við, að Radek Sikorski, fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands, þakkaði Bandaríkjunum eftir að gasleiðslur Nord Stream í Eystrasalti voru sprengdar.

Maria Zakharova, fulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, hefur tjáð sig um Twitter-færsluna sem Radek Sikorski, fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands, birti eftir árásina á Nord Stream. Radek segir: „Þakka þér fyrir USA“ skrifaði hann, sem var túlkað er sem þakklæti til Bandaríkjanna fyrir að sprengja gasleiðslurnar.

Maria Zakharova skrifar á Telegram:

„Pólski Evrópuþingmaðurinn, fyrrverandi utanríkisráðherrann, Radek Sikorski þakkaði Bandaríkjunum fyrir atvikið í dag á rússneskum gasleiðslum. Er þetta opinber yfirlýsing um hryðjuverkaárás?“

Hverjum er Ursula von der Leyen að hóta?

Síðan heldur hún áfram í annarri færslu, þar sem hún nefnir forseta framkvæmdastjórnar ESB:

„Ursula von der Leyen hótaði að grípa til afgerandi aðgerða vegna „skemmdarverkastarfsins“ – þannig skilgreindi hún neyðarástandið varðandi Nord Stream. Ég skil ekki: ESB-þingmaðurinn Sikorsky þakkar Bandaríkjunum fyrir það sem gerðist, hverjum er Ursula að „ógna?“

Svar Radek Sikorski: „Deilið gjarnan kenningu minni – Við sögðum ykkur að byggja ekki leiðslurnar – reiknið með að hafa glatað þeim, það bætist ofan á kostnaðinn fyrir heimskuna að ráðast á Úkraínu

Radek Sikorski viðurkennir í nýrri færslu á Twitter, að það sé tilgáta hans að Bandaríkin hafi sprengt Nord Stream gasleiðslurnar. Dmitry Polyanskiys, varafulltrúi Rússlands hjá SÞ, tístir:

„Þakka þér Radek Sikorski fyrir að gera það kristaltært hver stendur á bak við þessa árás sem líkist hryðjuverki á borgaralega innviði.“

Sikorski svarar:

„Þér er velkomið að deila tilgátu minni. Við sögðum ykkur að byggja ekki leiðslurnar. Reiknaðu þetta tap sem hvern annan kostnað fyrir þá heimskulegu ákvörðun að ráðast inn í Úkraínu.“

Ennfremur skrifar efsti pólski stjórnmálamaðurinn í annarri færslu:

„Öll ríkin, Úkraínu og Eystrasaltslöndin, hafa verið á móti byggingu Nordstream í 20 ár. Nú eru 20 milljarðar dollara af brotajárni á hafsbotni, enn einn kostnaðurinn fyrir Rússland eftir þá glæpsamlegu ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila