Heimsmálin: Yfirmaður skattaeftirlits nýr forsætisráðherra Rússlands

Mikhail Mishustin er nýr forsætisráðherra Rússlands

Mikhail Mishustin sem starfað hefur sem yfirmaður skattaeftirlitsins í Rússlandi er nýr forsætisráðherra Rússlands. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag.

Haukur segir valið augljóslega vandað en Mishustin hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir vasklega framgöngu gegn skattsvikum í landi og hefur árangurinn ekki látið á sér standa

skattsvik voru nokkurs konar þjóðaríþrótt hér áður og hann hefur beitt sér mjög gegn því og augljóst að Vladimír Pútín treystir honum vel til góðra verka og hefur því valið hann til að gegna þessu mikilvæga embætti sem embætti forsætisráðherra er„,segir Haukur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila