Rússar viljugir til þess að hjálpa þeim ríkjum sem á þurfa að halda í faraldrinum

Á götum Moskvu er tómlegt um að litast eins og víða um heim enda er í gildi vinnubann þar í landi

Rússar hafa sýnt í verki mikinn vilja til þess að aðstoða þau lönd sem farið hafa illa út úr Kórónaveirufaraldrinum og ekkert bendir til annars en þeir ætli sér áfram að aðstoða þau lönd sem þurfa hjálp.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttaritara í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Haukur bendir á að þegar Evrópulöndin eru í vanda sé það ekki Evrópusambandið eða Nató sem koma til bjargar, heldur Rússar sem eigi nóg til af sjúkragögnum til þess að senda til þeirra landa þar sem aðstæður eru erfiðar

svo ef lönd eru að lenda í vandræðum þá er sennilega öruggara að vera með símanúmerin hjá yfirvöldum í Moskvu upp á vasann því það þýðir ekkert að biðja Evrópusambandið um hjálp, þegar á bjátar hjálpar þá eru þeir í Brussel alveg aðgerðarlausir„, segir Haukur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila