Heimsmálin: Vinnustöðvun í Rússlandi – Undirbúa útgöngubann

Vladimir Putin forseti Rússlands

Rússar á vinnumarkaði eiga að leggja niður störf frá 30.mars – 5.apríl næstkomandi til þess að koma í veg fyrir að Kórónuveiran breiði úr sér í Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Vladimír Pútín forseti hélt fyrir stundu.

Í Rússlandi telja margir að yfirlýsing forsetans sé undanfari útgöngubanns sem líklegt sé talið að verði sett á innan tíðar. Ákveðnir hópar þurfa að halda sig heima við, t,d hópar sem eru í áhættuhópi.

Verði útgöngubann sett á munu yfirvöld sjá til þess að þeir hópar sem höllum fæti standa fái þær bjargir sem þurfa, markmiðið sé að hefta mögulega útbreiðslu en hingað til hefur úbreiðslan ekki verið teljandi og telja margir að það megi rekja til róttækra eftirlitsaðgerða með almenningssamgöngum og lokun landamæra.

Þá kom fram í þættinum að viss lönd hafi reynt að bregða fæti fyrir Rússa þegar þeir hafa reynt að koma lækningatækjum og hjálpargögnum til Ítalíu en eins og kunnugt er hafa Ítalir átt í mjög eriðri baráttu við veiruna.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila