Rússland: Við erum í stríði við „sameiginleg Vesturlönd“ og NATO

Rússland er í stríði – en ekki svo mikið við Úkraínu, heldur við „sameiginleg Vesturlönd.“ Þetta segir Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, að sögn Anadolu fréttastofunnar. Meðal annars eru nærri „300 af her- og borgaralegum gervihnöttum vesturlanda notaðir í stríðinu“ segir hann. (mynd: Mil.ru)

Kalla inn 300 þúsund varaliða í herinn

Fyrr í dag lýstu Rússar því yfir að þeir myndu kalla inn 300.000 varaliða í herinn til að mæta andspyrnu í austurhluta Úkraínu. „En það er ekki svo mikið Úkraína, sem verið er að berjast við, heldur við hinn vestræna heim og NATO“ segir Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í viðtali við Rússland 24 (sjá myndband neðar á síðunni).

„Nú er tíminn kominn, þar sem við berjumst gegn sameiginlegum Vesturlöndum og NATO.“

Nota nær 300 gervitungl til að njósna um herdeildir Rússlands í Úkraínu

Að sögn Shoigu hefur „vestræn stjórn“ hreiðrað um sig í höfuðborg Úkraínu, Kíev og það er þessi stjórn sem leiðir í raun allar hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Varnamálaráðherrann fullyrðir:

„Allur gervihnattafloti NATO er notaður. Við áætlum að það séu 70 hernaðarleg gervitungl og 200 borgaraleg gervitungl. Gervihnettirnir eru notaðir til að njósna um rússneska herdeildir í Úkraínu.“

„Rússland mun ekki kalla inn námsmenn. Þeir geta haldið áfram að læra. Við munum ekki ráða þá. Við erum með mikla nýliðunarstöð, þá sem hafa bardagareynslu og hæfni.“

Varnamálaráðherrann segir, að 5.937 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og yfir 60.000 úkraínskir ​​hermenn hafi látist og yfir 40.000 særst. Þessar tölur eru frábrugðnar þeim, sem aðrar heimildir gefa upp.

„Í grundvallaratriðum hefur helmingur hers þeirra tapast.“

Deila