Rússland: „Við munum ekki ráðast á Svíþjóð“

Rússland mun ekki ráðast á Svíþjóð. Það loforð gefur rússneska sendiráðið í Stokkhólmi í innleggi á Facebook.

Ástæðan fyrir þessarri sérstöku yfirlýsingu er, að bréfum frá Svíum hefur rignt yfir sendiráðið að undanförnu og eru það aðallega börn og eldri sem skrifa. Sendiráðið segist hafa tekið við „fjölda fyrirspurna frá sænskum meðborgurum.“

Biðja Rússland um að „ráðast ekki á Svíþjóð“

Efni bréfanna er beiðni um að Rússland ráðist ekki á Svíþjóð, en mikill áróður er í Svíþjóð af hálfu yfirvalda og flaggað fyrir stríðsundirbúningi við Rússland í fjölmiðlum.

Rúsneska sendiráðið skrifar:

„Við teljum þennan ótta vera beina afleiðingu af makalausum áróðri staðbundinna stjórnmálamanna, sem tóku frumkvæðið í sænskum fjölmiðlum að blása út ástæðulausa Rússahræðslu. Sem embættismenn utanríkisþjónustu Sambandsríkisins Rússlands, þá lýsum við því yfir á ábyrgan hátt, að land okkar hefur ekki haft og mun ekki hafa neina áætlun um að ráðast á Svíþjóð.“

Svíar eru að sannfæra skattgreiðendur um hærri hernaðarútgjöld og möglunarlausa hlýðni við fyrirmæli frá Bandaríkjunum

Sendiráðið segist þvert á móti sækjast eftir „góðu nágrannasambandi“ við Svíþjóð og „þróa gagnkvæma og jákvæða samræður á öllum sviðum.“ Það innifelur einnig í sér öryggismál, sem sendiráðið hefur „mörgum sinnum lagt til við Stokkhólm en stöðugt verið hafnað eða verið tekið við með þögninni einni“ skrifar sendiráðið.

Fullyrðingin um að Rússland vilji fara í stríð við Svíþjóð telur sendiráðið hafa þann tilgang að

„sannfæra venjulega skattgreiðendur um að það vanti meira fé til hernaðarútgjalda og fylgja þurfi möglunarlaust fyrirmælum handan Atlantshafsins.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila