Rússneski olíurisinn Rosneft sýnir mikinn hagnað eftir „refsiaðgerðirnar“

Samkvæmt frétt frá Reuters, þá eykur rússneski olíurisinn hagnaðinn verulega, þrátt fyrir refsiaðgerðir Vesturlanda. Fyrirtækið hefur aukið olíusöluna til muna (mynd Trevbus/Wikimedia).

Olíusalan hefur aukist um tæp 6% og hálfsárshagnaðurinn er 13 % hærri samtímis sem skuldir lækka um 12%

Rússneski olíurisinn Rosneft eykur nú hagnað sinn þrátt fyrir refsiaðgerðir vestanhafs, segir í frétt Reuters. Fyrirtækinu hefur tekist að auka olíusöluna.

Á miðvikudaginn tilkynnti forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, að svokölluðum refsiaðgerðum gegn Rússlandi yrði haldið áfram. ESB hefur áður haldið því fram, að refsiaðgerðirnar skili árangri og hefur sagt skýrt, að það verði að gera aðildarríki sambandsins algjörlega óháð rússneskri orku.

Á sama tíma tilkynnir rússneski olíurisinn Rosneft, að hálfsárs hagnaðurinn hafi aukist um 13 %. Hagnaðurinn nemur 432 milljörðum rúblna mótsvarandi 7,22 milljörðum dollara. Á tímabilinu janúar-júní jókst olíusala um 5,7 % á ársgrundvelli og skuldir fyrirtækisins lækkuðu um 12 % frá áramótum.

Að sögn Igor Sechin, forstjóra fyrirtækisins, þá hefur Rosneft verið beitt áður óþekktum þrýstingi neikvæðra ytri þátta og ólöglegra refsiaðgerða. Hann segir í yfirlýsingu samkvæmt Reuters:

„En vegna mikillar rekstrarhagkvæmni og viðeigandi ákvarðana hefur okkur tekist að tryggja stöðugleika í viðskiptum sem gefur góðan árangur.“

Útvarp Saga hefur áður greint frá því, að Rússland „baðar sig í peningum“ eftir refsiaðgerðir vestanhafs. Rússlandi hefur þegar tekist að finna aðra orkukaupendur í stað ESB og Bandaríkjanna.

Deila