Fréttaflutningur RÚV af þingkosningum í Póllandi mjög óvandaður

Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri og fyrrverandi þingmaður

Fréttaflutningur RÚV af þingkosningunum í Póllandi var afar óvandaður og þær upplýsingar sem skiptu fólk máli var hvergi að finna í umfjöllun ríkisfjölmiðilsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ritstjóra og fyrrverandi þingmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Magnús sem einnig er fyrrverandi fréttamaður RÚV segir fréttaflutning RÚV af kosningunum hafi að mestu leyti snúist um viðhorf þess flokks sem fékk flest atkvæði, til samkynhneigðra

en ekki það sem skipti máli, það er að segja, hvers vegna flokkurinn, sem RÚV kallar Lög og rétt en heitir Lög og réttlæti væri að vinna þennan stórsigur, þær upplýsingar komu hvergi fram“,segir Magnús.

Hann segir að þegar hann hafi síðar horft á útsendingu norska sjónvarpsins hafi þar einmitt komið fram greining á sigri flokksins

skýringarnar þar voru mjög einfaldar, flokkurinn sem hefur verið lengi í meirihluta stóð einfaldlega við þau kosningaloforð sem hann hafði sett fram en RÚV kaus að greina ekki frá því, heldur eingöngu frá einhverjum aukaatriðum sem engu máli skiptu

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila