Mikilvægt að auka gagnsæi hjá RÚV – Vinnan þegar hafin með því að stofna dótturfélag um viðskiptahlutann

Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra

Það er mikilvægt að gagnsæi ríki í starfsemi eins og starfsemi RÚV og gagnsæi á alltaf að vera leiðarljósið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju Alfreðsdóttur mennta og menningarmálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Lilja segir að hennar skoðun sé sú að gagnsæi eigi alltaf að vera efst á blaði:

það á að vera gagnsæi í öllu því sem við erum að gera hjá hinu opinbera og það er ekkert launungarmál að mér finnst brýnt þegar til dæmis er sótt um stöður þá sé ríki fullt gagnsæi í því, eins finnst mér að í starfsemi svona mikilvægra stofnanna þá sé mikilvægt að gera þetta skýrt og að þetta sé opið og gagnsætt, það sé hægt að nálgast upplýsingar með greiðari hætti en nú er“,segir Lilja.


Hafnar ávirðingum Viðskiptablaðsins um að hafa reynt að tefja fyrir stofnun dótturfélags


Lilja segir að fyllyrðingar Viðskiptablaðsins um að hún hafi reynt að tefja það ferli að setja viðskiptahluta RÚV yfir í dótturfélag vera úr lausu lofti gripnar, heldur hafi hún þvert á móti viljað hraða ferlinu

ég lagði ríka áherslu á að við myndum fara í þetta með skýrum hætti og mér fannst brýnt að við myndum vera með þennan aðskilnað, mér fannst skipta máli að dótturfélagið yrði stofnað til þess að auka gagnsæi og gera þetta með skýrum hætti og það hefur orðið, það er verið að stíga réttu skrefin hvað þetta varðar“, segir Lilja.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila