Útvarp Saga bað menntamálaráðherra að leiðrétta samkeppnisstöðu fjölmiðla árið 2013

Útvarp Saga fór árið 2013 þess á á leit við þáverandi menntamálaráðherra Katrínu Jakobsdóttur að hún myndi grípa inn í vegna yfirburðarstöðu RÚV á auglýsingamarkaði og því forskoti sem stofnun hafði á samkeppnismarkaði.

Eins og kunnugt hefur Ríkisendurskoðun sent frá sér skýrslu um rekstur stofnunarinnar þar sem fram kemur að RÚV ohf hafi brotið gagnvart EES löggjöfinni og að stofnuninni beri að fara að lögum.

Í ofangreindu bréfi sem Útvarp Saga sendi Katrínu Jakobsdóttur þann 3.janúar 2013 var ráðherra meðal annars bent á að yfirburðastaða RÚV á auglýsingamarkaði væri samkeppnishindrun og brot gegn fjölmiðlalögum en skemmst er frá því að segja að ekkert var aðhafst í málinu og er staða RÚV á auglýsingamarkaði enn óbreytt.

Í síðdegisútvarpinu í dag ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson um þá stöðu sem upp er komin eftir að Ríkisendurskoðun birti skýrsluna og um hvernig yfirvöld hafi hunsað ábendingar einkarekinna fjölmiðla, meðal annars Útvarps Sögu um lögbrot RÚV ohf.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan en lesa má bréf Útvarps Sögu til ráðherra með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila