RÚV brýtur lög með því að stofna ekki dótturfélag

RÚV ohf brýtur gegn Evrópulöggjöfinni með því að stofna ekki dótturfélag um annan rekstur sinn en þann sem snýr að fjölmiðlun í þágu almennings. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í dag en skýrslan var unnin eftir fyrirspurn mennta- og menningarmálaráðuneytis um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi félagsins. Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar að RÚV hafi ekki stofnað dótturfélag þar sem það væri mat fulltrúa RÚV og Mennta og menningarmálaráðuneytisins að ekki þyrfti að fara að lögunum en um þá ákvörðun segir í skýrslunni

Ríkisendurskoðandi bendir á að ekki sé valkvætt að fara að lögum. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim. Sé það aftur á móti vilji stjórnvalda að félagið raungeri ekki ákvæðið ber þeim að stuðla að því að það verði fellt brott úr lögum. Á meðan svo er ekki ber RÚV ohf. að uppfylla lagalegar skyldur sínar

Þá er bent á nokkur önnur atriði í skýrslunni og bent á það sem þarf að bæta úr en þau atriði eru:

Verðmeta þarf réttinn til nýtingar á viðskiptaboðum


Til að auka gagnsæi um aðskilnað fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu og samkeppnisreksturs og tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu þarf að verðmeta rými milli dagskrárliða RÚV ohf. sem nýtt eru undir auglýsingar og önnur viðskiptaboð. Í innra bókhaldi þarf síðan að tekjuog gjaldfæra þau með viðeigandi hætti, þ.e. til tekna hjá almannaþjónustu félagsins og gjalda hjá samkeppnishlutanum.

Gæta þarf samræmis í eignum ríkisins


Ríkisendurskoðandi telur að fjármála- og efnahagsráðuneyti eigi að fara með hlut ríkisins í Ríkisútvarpinu ohf. líkt og það geri með önnur félög sem ríkið á eignarhlut í enda sé æskilegt að skilja á milli eigendaábyrgðar og faglegrar ábyrgðar. Þá telur ríkisendurskoðandi rétt að skipa í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. á forsendum hæfisskilyrða 66. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 44. gr. laga um opinber fjármál. Mikilvægt sé að tryggja að a.m.k. hluti stjórnarmanna hafi sérþekkingu á fjármálum.

Efla þarf fjárhagslegt eftirlit stjórnar Ríkisútvarpsins ohf


Efla þarf eftirlit stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. með fjárhag og rekstri félagsins og tryggja sjálfbæran rekstur. Mikilvægt er að stjórnin fái með reglubundnum hætti kynningu á heildarfjárhagsáætlun félagsins og fjalli um áætlaðar fjárfestingar, fjárstreymi og fjárhagsstöðu til viðbótar við rekstraráætlanir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila