Sænska kirkjan lyftir fram fjölkvæni sem lausn á hjónaskilnuðum

Í Malmö hvetja prestar sænsku kirkjunnar til samræðna um fjölkvæni, það er að lifa í meira en einu ástarsambandi í einu. Helena Myrsterner prestur og kirkjuhirðirinn Gunilla Hallonsten ræða um „galla parhyggjunnar“ og „rómantíska drauminn um eina lífsförunautinn“ (myndin sýnir S:t. Johannes kirkjuna í Malmö © Jorge Franganillo CC 2.0).

Hefðbundin kristin viðhorf til parsambanda ekki lengur viðunandi

Á Pride-hátíðinni í sumar býður sænska kirkjan í Malmö til samtals um fjölkvæni í Jóhannesarkirkju. Embættismenn kirkjunnar telja, að hið hefðbundna kristna viðhorf um samband eins manns og einnar konu/tveggja einstaklinga og þá kröfu, sem það gerir til mannfólksins, sé ekki lengur viðunandi.

Í grein í Kirkjublaðinu skrifa þær Gunilla Hallonsten og Helena Myrstener:

„Fyrirgefning og sátt Guðs í gegnum Krist opnar stöðugt nýja möguleik og flæði kærleikans.“

Þær segja að tala þurfi um „galla hefðbundinna parsambanda“ og „rómantíska drauminn um þann eina eða þá einu.“ Jafnframt vísa þær til hárra talna um hjónaskilnaði og telja, að hjónaskilnuðum gæti fækkað, ef fólk hætti að vera hrætt við hjónaskilnað vegna „samþykki á einni rómantískri manneskju til viðbótar.“

„Sænska samfélagið samþykkir augljóslega eins konar fjölsamband í dag, sem hefst í parsambandi og hægt er að rjúfa með skilnaði til þess að nýtt hjónaband fylgi í kjölfarið með loforðum sem enn á ný eru gefin frammi fyrir altarinu.“

Samtímis og prestarnir virðist ætla að gefa upp hinn sígilda rómantíska draum um lífssamband para, þá er lögð áhersla á, að ástin sé og eigi að vera miðpunktur kristinnar trúar. Með því er átt við, að ómögulegt sé að takmarka ástina eða „stjórna ástinni með stöðluðum kerfum.“

Deila