Sænska leiðin stendur sig: Þrjár sprengjuárásir á nokkrum tímum

Lögreglan og sprengjusveitin að störfum eftir sprengjuárás á íbúðarhús í Gautaborg.

Á nokkrum tímum á sunnudagskvöld og aðfararnótt mánudagsins urðu öflugar sprengingar á a.m.k þremur ólíkum stöðum í Svíþjóð. Eftir kl. 21 sunnudagskvöld brunnu tugir bílar í kjölfar sprengingar við Jägersroveginn í Malmö. Heil bílskúralengja eyðilagðist. Evelina Olsson blaðafulltrúi lögreglunnar sagði„það brennur af miklum krafti og við biðjum fólk að forðast reykinn. Þetta er við íbúðarhúsahverfi.“ Sjá myndband lengst að neðan.

Um eittleytið aðfararnótt mánudags varð önnur sprengjuárás í Kristianstad á Skáni. Lögreglan skrifar á heimasíðu sinni að „minni háttar sprenging“ hafi gerst við húseign á Poppelveginum sem liggur við Charlottesborg gettóið og að hurð hafi skemmst. En samkvæmt Fria Tider var um annað að ræða, því að sögn eins vitnis þá „var þetta ótrúlega mikil sprenging sem heyrðist marga kílómetra. Þetta var ekki neinn smá smellur. Þetta var eins og bombuhljóð í stríði.“

Korteri seinna fór lögreglan á eitt sprengjuútkall til viðbótar í Angered í Gautaborg. Þar hafði einhver sett sprengju við fjölbýlishýs á Bandtraktóragötu. „Sprengjusveitin hefur verið kölluð inn. Við leitum að einum eða tveimur afbrotamönnum sem sáust yfirgefa svæðið í tengslum við glæpinn. Við vinnum að fullu við að finna ódæðismennina og rannsaka málið“ skrifar lögreglan á heimasíðu sinni. Andreas Oldén yfirmaður lögreglunnar í Gautaborg segir í viðtali við SVT „að sprengjan hafi verið staðsett við útihurð einnar íbúðarinnar.“ Tveir voru í íbúðinni og hvorugan sakaði.

Einn nágrannanna tók myndband af bílskúralengjunni sem brann eftir sprengjuna í Malmö
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila