Sænska lögreglan óttast að glæpamenn fremji sprengjuódæði í þeim tilgangi að drepa fólk

Gunnar Appelgren afbrotafræðingur

Afbrotafræðingurinn Gunnar Appelgren sagði í viðtali við sænska sjónvarpið þriðjudag að „lögreglan óttast að þekking á sprengjuframleiðslu dreifist og glæpamenn fari að nota sprengjur til að drepa.“

Lögreglan í Stokkhólmi hefur farið yfir þau u.þ.b. tvö hundruð sprengjuódæði sem framin hafa verið í Stokkhólms léni s.l. þrjú ár. Í dag sprengja glæpamenn sprengjur til að hóta og ógna öðrum glæpamönnum en þróun sífellt fleiri og stærri sprenginga mun fyrr eða síðar leiða til að fleiri muni týna lífinu“ að sögn Appelgren.

Sprengjum er skipt í þrjá höfuðflokka:

·      Háþróaðar kraftmiklar, fjarstýrðar sprengjur sem krefjast sérstakrar þekkingar sem mjög fáir hafa í Svíþjóð

·      Meðalstórar sprengjur sem hægt er að fjarstýra t.d. „hitabrúsasprengjur“

·      Einfaldar sprengjur t.d. handsprengjur

Sjónvarpið sýndi viðtöl við íbúa húss í Kista sem varð fyrir öflugri sprengingu í janúar og er talið kraftaverk að enginn slasaðist eða missti lífið. Var sprengjunni komið fyrir utan hurð íbúðar á 4. hæð og var sprengjan svo öflug að gat kom í þykkt steypugólf með járnabindingu milli 3 og 4 hæðar. Jafnframt sprengdist heill steinsteyptur veggur í tætlur og íbúðir eyðilögðust. Allar rúður 6 hæða stigagangsins þrýstust út ásamt mörgum gluggakörmum. Um 70 manns búa enn í bráðabirgðahúsnæði eða hótelum eftir sprenginguna og er illskan mikil meðal íbúa enda sumir aðfluttir frá stríðshrjáðum svæðum og segjast núna vilja flýja burtu undan skot- og sprengjuárásum í Svíþjóð.

Mynd frá 3. hæð en sprengjan sprakk á hæðinni fyrir ofan. Stórt gat kom í þykkt steinsteypt gólfið.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila