Sænska ríkissjónvarpið hættir að gera athugasemdir við stefnur stjórnmálaflokka

Jan Helin yfirmaður dagskrárgerðar SVT.

Jan Helin yfirmaður dagskrárgerðar SVT kom með yfirlýsingu í Dagens Nyheter i dag þess efnis að sænska ríkissjónvarpið muni hætta að gefa út yfirlýsingar í framtíðinni eins og SVT gerði gegn Jimmy Åkesson formanni Svíþjóðardemókrata í umræðuþætti flokksleiðtoga sólarhring fyrir kjördag. Yfirlýsing SVT vakti reginhneyksli langt út fyrir Svíþjóð og talsmenn ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í nágrannalöndum eins og Noregi og Danmörku gáfu út yfirlýsingar um að sjónvarpið ætti ekki að ástunda ritskoðun. Evu Landahl, ábyrgum útgefanda SVT sem ákvað yfirlýsingu sænska sjónvarpsins, var vikið tímabundið úr starfi vegna yfirlýsingarinnar.

Jan Helin segir, að þar sem viðbrögðin hafi orðið svo sterk gegn yfirlýsingu SVT, þá þurfi stjórn sjónvarpsins að rannsaka, hvort það sé rétt að beita slíkri aðferð. “Það er mikilvægt að við fylgjum lýðræðisreglunni en við getum fullyrt að það var misskilið“.  Lýðræðisreglan sem um ræðir segir að “dagskrá eigi í heild sinni að byggja á grunni lýðræðisríkisins um jafnrétti allra og virðingu fyrir einstaklingum og frelsi einstaklinga.”
SVT mun leita annarra leiða til að fylgja eftir lýðræðisreglunni en að grípa inn í umræður og andmæla viðmælendum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila