Sænska ríkisstjórnin vill leyfa barnahjónabönd og fjölkvæni við „sérstakar aðstæður“

Talið var árið 2016 að um 700 milljónir þálifandi kvenna hefðu sem börn verið neydd í hjónabönd. Búist er við að talan verði kominn upp í 1 milljarð kvenna ári 2030 skv. Sameinuðu Þjóðunum.

Enn á ný reyna sænskir jafnaðarmenn að lauma barnahjónaböndum inn í Svíþjóð með því að breyta lögum og taka burtu 18 ára aldurstakmark. Vilja þeir, að barnahjónabönd verði leyfð við „sérstakar aðstæður.“ Gildandi lög segja að hjónaband sem stofnað er til erlendis verði ekki viðurkennt í Svíþjóð ef einn aðili var undir 18 ára aldri, þegar gengið var í hjónaband. Í tillögum sósíaldemókrata er búið að afnema aldurstakmarkið. Frá þessu greinir miðillinn Fria Tider.

Sósíaldemókratar vilja einnig veita undantekningar frá lögum sem banna fjölkvæni og segja að „hægt verður að samþykkja slík hjónabönd ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.“ Vill ríkisstjórnin að „öryggisventill“ sé til staðar til að „leyfa fjölkvæni“ og gengur þetta þvert á núverandi lög sem banna fjölkvæni í Svíþjóð.

Sósíaldemókratar gera sig breiða með miklu tali um að barnahjónabönd og fjölkvæni séu bönnuð í Svíþjóð á sama tíma og þeir gera enn eina tilraunina til að breyta lögunum og leyfa slíkt. Í síðustu tilraun gekk sænska þingið þvert á tillögu ríkisstjórnarinnar og felldi tillöguna og vonast margir til að svo verði einnig gert núna. Ef sósíaldemókrötum tekst að koma lögunum í gegn taka þau gildi 1. júlí í ár.

Mikil andstaða gegn hugmyndum ríkisstjórnarinnar

Hörð gagnrýni gegn lagatillögunum berast víða að, til dæmis segja samtökin „Réttur stúlkna í samfélaginu“ að:

„Réttarríki eins og Svíþjóð á að geta séð um réttindi slíkra kvenna og barna jafnvel þótt sérstaklega erfiðar aðstæður gilda, þegar gengið var í hjónaband erlendis við aðstæður sem eru gegn sænskum lögum.“

Samtökin „Hvorki vændiskona né kúguð“ skrifa:

„Við teljum ekki að gera eigi undantekningu fyrir barnahjónabönd og nauðungarhjónabönd, þótt sérstakar aðstæður liggi fyrir.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila