Sænska útvarpið fellt fyrir brot á útvarpslögum – þáttarstjórnandi leyfði hatursumræðu um Donald Trump

Í umræðuþætti P4 Sjuhärad 8. október 2020 voru umræður um heilsu Donald Trumps eftir að Bandaríkjaforseti veiktist í Covid-19. Þáttarstjórnandinn og þrír viðmælendur ræddu um veikindi forsetans og sagðist þáttarstjórnandinn hafa áhyggjur af heilsu forsetans og vonaðist til að allt gengi vel. Þá sagði einn viðmælandinn að hún „hugsaði þvert á móti og vonaðist til að forsetinn myndi deyja.” Þessi ummæli fórust svo illa fyrir að einn hlustandi kærði útvarpið fyrir brot á útvarpslögum til eftirlitsnefndarinnar fyrir útvarp og sjónvarp. Sagði kærandinn að útvarpið ætti ekki að leyfa og senda út ummæli, þar sem óskað væri eftir andláti forsetans. Frá þessu greinir málgagn blaðamannafélags Svíþjóðar Blaðamaðurinn.

Útvarpið færði sér til varnar orð þáttarstjórnandans sem benti á að Trump væri ekki á staðnum til að verjast slíkum persónuárásum. Einnig hafði annar viðmælandi sagt að ekki mætti bera fram ósk um dauða Bandaríkjaforseta í útvarpinu. Útvarpið skrifað i vörn sinni að „Sænska útvarpið skilur að fólk taki illa við ummælum sem þessum” en bendir jafnframt á að þetta er ekki skoðun útvarpsins. Eftirlitsnefndin kemst hins vegar að annarri niðurstöðu og segir ummælin vera hatursumræðu. Eftirlitsnefndin segir að ummælin brjóti gegn reglum útvarpsins varðandi sérstakan útbreiðslumátt þess í samfélaginu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila