Sænski listamaðurinn Håkan Groop málar Íslenska náttúru og heldur sýningu hér á landi

Håkan Groop og Eva Groop

Sænski listamaðurinn Håkan Groop er staddur hér á landi um þessar mundir ásamt eiginkonu sinni Evu Groop og hefur að undanförnu verið að mála myndir af Íslenskri náttúru á Suðurlandi. Pétur Gunnlaugsson ræddi við Groop í símatímanum í dag en í viðtalinu segir hann meðal annars frá sýningu sem hann ætlar að halda í lok ferðar sinnar en hún fer fram í Litla Gallerýinu – Strandgötu 19 – Hafnarfirði – 5-7. ágúst eða næsta föstudag, laugardag og sunnudag.

Þeir sem koma á sýninguna lenda í happdrættispotti þar sem þeir eiga kost á að vinna vatnslitaverk eftir hann en verkið er einmitt eitt af þeim verkum sem hann hefur málað í ferð sinni á Íslandi.

Håkan Groop sem er virkur í menningarlífi Nyköping og hefur verið að mála í yfir 40 ár, hefur stofu sína í miðbænum þar og „menningarfrömuður“ í nefndum og ráðum. Hann fékk menningarverðlaun bæjarins og ákvað að eyða verðlaununum í Íslandsferð, sem hefur verið á óskalistanum í fjölda ár.

Hann ætlar einnig að ferðast á Snæfellsnes í ferð sinni og koma að Arnarstapa og vitanum við Svörtuloft.

Håkan Groop er mjög spenntur fyrir að komast í samband við íslenska myndlistarmenn og hvetur þá að hafa samband við sig á Íslandi t.d. á sýningu Litla Gallerý í Hafnarfirði 5.-7. ágúst eða þá á heimasíðu hans www.ateljegroop.se eða í tölvupósti atelje.groop@gmail.com

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan auk þess má sjá vatnslitamyndir listamannsins sem hann málaði á Suðurlandi

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila