Sænski sjóherinn staðfestir að hafa verið á svæðinu stuttu áður en gaslekinn kom og segir nærveru þeirra hernaðarleyndarmál

Sænsk hernaðaryfirvöld staðfesta, að sænski sjóherinn hafi dagana fyrir hið meinta skemmdarverk, sem olli leka á Nord Stream 1 og 2 gasrörunum, verið á ferð á svæðinu og vaktað það. Hins vegar vill herinn ekki gefa upp, hvað þeir gerðu og hvers vegna og vísar til strangrar leyndar.

Voru á svæðinu nokkrum dögum fyrir gaslekann

Skip sjóhersins lagði af stað frá Karlskrona skömmu fyrir hádegi á fimmtudag í vikunni áður en leiðslurnar voru sprengdar. Tæpum tveimur tímum síðar kom herskipið á svæðið þar sem sænskar og danskar mælistöðvar skráðu kröftugar neðansjávarsprengingar nokkrum dögum seinna. Þetta má ráða af gögnum frá Marine Traffic þjónustunni, sem fylgist með umferð skipa á sjó.

Með merkjum svokallaðra AIS-senda er hægt að fylgjast með skipum á sjónum, sem er gert til að auka umferðaröryggi. AIS stendur fyrir Automatic Identification System og sendirinn gefur til kynna auðkenni skipsins, staðsetningu, stefnu og hraða. Þannig er hægt að fylgjast með ferðum skipa í rauntíma.

Slökktu á sendinum

Þegar komið var á svæðið um klukkan 13:00, þá hætta merki að berast frá skipi sænska sjóhersins, sem tilkynnt er á AIS sem „sænskt herskip.“ Að sögn Dagens Nyheter var þá líklega slökkt á AIS sendinum, til að fela hreyfingar skipsins. AIS sendirinn er óvirku í heilar 22 klukkustundir. Á þessu tímabili liggja engin gögn fyrir um hreyfimynstur skipsins.

11:03 daginn eftir kemst AIS sendirinn aftur í gang. Nú örlítið vestan við staðinn, þar sem þrír gaslekar birtust síðar. Skipið stýrir í átt að Simrishamn, þangað sem það kemur klukkan 13:42. Eftir stutt stopp fer skipið aftur í grennd við væntanlegt lekasvæði. Klukkan 18:10 hættir AIS sendirinn aftur að senda út gögn um skipið. Að þessu sinni er slökkt á sendinum í um fimm klukkustundir.

Fóru aftur á staðinn

Þegar byrjað er að skrá stöðugögn aftur er klukkan 23:56 og skipið suðaustur af Bornholm á svæðinu þar sem síðari neðansjávarsprengingin er skráð. Skipið hringsólar síðan um Bornholm vestan megin og snýr síðan aftur á fyrra svæðið. Þegar komið er þangað klukkan 12:13 á laugardag er enn aftur slökkt á AIS sendinum. Tveimur dögum síðar skráir sænska jarðskjálftanetið tvær öflugar sprengingar og eftir það verða fjórir miklir gaslekar.

Blaðafulltrúi sjóhersins, Jimmie Adamsson, staðfestir að skip varnarliðsins hafi verið á svæðinu á þessum tímum en vill ekki svara hvers vegna og vísar til „strangrar leyndar.“ Adamsson segir:

„Starfsemi okkar á sjó er háð sérstakri leynd vegna ýmissa atburða og alþjóðlegra aðstæðna. Þannig að við segjum ekki mikið frá því sem við erum að gera.“

Bandarísk þyrla á sveimi yfir gasleiðslunum

Fyrri sprengingin var skráð klukkan 02:03 aðfaranótt mánudags og sú síðari klukkan 19:04 á mánudagskvöld, samkvæmt sænska sjónvarpinu SVT. Gaslekinn uppgötvaðist klukkan 13:52 og 20:41 á mánudag, eftir að skip tóku eftir loftbólum á yfirborðinu og vöruðu sænsku siglingastofnunina við í kjölfarið.

Peter Hultqvist varnarmálaráðherra í starfsstjórninni segir, að nú sé unnið að „viðbúnaði“ innan hersins vegna þess sem gerðist og Jimmie Adamsson staðfestir að svo sé:

„Við erum að aðlaga viðbúnað okkar allan tímann eftir því sem gerist á Eystrasalti. Ég mun ekki tjá mig um nákvæmlega hvað við erum að gera í þessu máli, en við erum stöðugt meðvituð um hvað er að gerast í landhelgi okkar.“

Að sögn DN er einnig greint frá því, að dönsk og þýsk flotaskip hafi stýrt austur af Bornholm á tímabilinu. Engin skráð gögn eru um skip sænska sjóhersins á viðkomandi svæðum þar sem sprengingarnar urðu. Þýskir fjölmiðlar fullyrða hins vegar, að bandarísk herþyrla af gerðinni MH-60R Seahawk hafi hringsólað yfir svæðinu aðfaranótt mánudags eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila