Sænskir jafnaðarmenn reyna enn að skerða stjórnarskrárvarið málfrelsi – vilja „tryggja persónuvernd“ dæmdra glæpamanna

Nils Fucke er einarður málsvari málfrelsis og gagnrýnir jafnaðarmenn harðlega fyrir að ætla að skerða stjórnarskrárvarin mannréttindi í Svíþjóð.

Sænskir sósíaldemókratar eru orðnir eitthvað taugaveiklaðir vegna stjórnmálastöðunnar, því enn á ný reyna þeir að koma á ritskoðun í Svíþjóð. Þeir hafa blásið rykið af misheppnaðri tilraun fyrir nokkrum árum, þegar þeir vildu breyta sænsku stjórnarskránni og skerða málfrelsið. Þá hótuðu Svíþjóðardemókratar að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu en einungis einn þriðja hluta þingmanna þarf til samþykktar svo málin verða lögð í hendur þjóðarinnar. Frammi fyrir þeirri hótun ákváðu sósíaldemókratar að draga ritskoðunartillöguna til baka. Þeir óttuðust að kosningarnar myndu snúast um, hvort fólk vildi fá ríkisstjórn sem var á móti málfrelsi eða ekki.

Fjöldi aðila hefur mótmælt breytingarhugmyndum sósíaldemókrata

Þingkosningar eru í Svíþjóð á næsta ári 2022 og enn á ný gera jafnaðarmenn atlögu að málfrelsinu. Kalla þeir „nýju“ tillögurnar „Tilheyrandi vernd fyrir prentunar- og málfrelsi.“ Nils Funcke sem á árunum 2009-2012 var sérfræðingur „Málfrelsisnefndarinnar“ er vægast sagt gagnrýninn á endurkomu ríkisstjórnarinnar með svo kölluð „ritskoðunarlög.“

Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svíþjóðar vill koma á ritskoðunarlögum í Svíþjóð.

„Þeir hafa leikð sér með orðin og beitt töfrasprotanum en enginn munur er á innihaldinu. Raunverulega enginn. Þetta er gamalt vín á nýjum belgjum“ segir Funcke í viðtali við samnytt.se Mjög margir aðilar í Svíþjóð hafa sent frá sér yfirlýsingar og eru á móti því að verið sé að hringla með grundvallar mannréttindi tryggðum í stjórnarskránni. Meðal þeirra eru Lénsdómur Skáni og Blekinge, sænsku Blaðamannasamtökin, sænska útvarpið, sænska sjónvarpið, samtök Blaðaútgefenda, Héraðsdómur í Stokkhólmi, Útgefendaklúbburinn, Umboðsmaður dómsmálakerfisins, dómsmálayfirvöld, Samtök Atvinnulífsins m.fl.

Nils Fucke segir „Hvers vegna ríkisstjórnin er að þessu veit aðeins Morgan Johansson dómsmálaráðherra og þeir fylgja málinu hart eftir. Þeir hafa bætt við reglum í rannsóknina og nú verður tillagan lögð fram aftur.“

Á að banna birtingu dóma á netinu

Yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar með breytingum á stjórnarskránni er að stöðva upplýsingaveitur á netinu sem birta dóma yfir dæmda glæpamenn. Ein slík Lexbase er mikið notuð bæði af fjölmiðlum og almennum borgurum með áhuga á dómum og dómsmálum. Ríkisstjórnin segir að með nýju lögunum verði hægt að „vernda persónuupplýsingar“ þeirra dæmdu. Í greinargerð með tillögunni segir að „undanskilja beri meðhöndlun persónuupplýsinga“ fyrir fjölmiðla en Fucke segir það ekki skipta neinu máli, því „dómstólarnir fara eftir texta laganna.“

Tekur Fucke sem dæmi að ef blaðamaður skrifi um spillta stjórnmálamenn eftir kosningarnar á næsta ári væri hægt að kæra hann og dæma hann ef sú vernd sem stjórnarskráin veitir honum er fjarlægð.

„Ef nefndinni um persónuvernd finnst það vera brot á friðhelgi einstaklingsins að birta slíka samantekt yfir glæpamenn eða spillta stjórnmálamenn þá fer erindið áfram til saksóknara og venjulegan dómstól. Þeir fjarlægja þetta úr stjórnarskránni og þá fer þetta til venjulegra dómstóla í staðinn.“

Fjölmiðlar í stríði hver við aðra í staðinn fyrir að vinna saman

Helena Bergman blaðakona á eftirlaunum segir málið svipað og með Assange, refsa á blaðamönnum fyrir að segja sannleikann.

Fucke býst við að fjölmiðlafólk muni koma á sjálfsritskoðun af ótta við að verða ákærðir. Dómur fyrir „ólögleg inngrip“ í persónuvernd er allt að tveggja ára fangelsi. Helena Bergman fyrrum blaðakona hjá sænska útvarpinu, núna á eftirlaunum, segir málið líkt dæminu um Assange:

„Valdhafar vilja geta stjórnað þessum málum. Það er ekki út í bláinn að góð blaðamennska er stundum kölluð fjórða ríkisvaldið. Mér finnst að fjölmiðlarnir í Svíþjóð hafa breytst óheyrilega mikið á síðustu árum og ekki til hins betra. Það er nokkurs konar stríð í gangi á milli óhefðbundinna fjölmiðla og þeirra hefðbundnu. Í staðinn fyrir að vinna saman gegn valdinu þá er sundrað til að valdinu sé viðhaldið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila