Sænskir kratar dreifa lygum um komandi ríkisstjórn um allan heim – Hvíta húsið „áhyggjufullt“ af sigri Svíþjóðardemókrata

Ónafngreindir heimildarmenn innan fráfarandi sænsku ríkisstjórnarinnar fullyrða, að Hvíta húsið sé áhyggjufullt af áhrifum Svíþjóðardemókrata í næstu ríkisstjórn. Upplýsingarnar koma viku eftir að Ann Linde utanríkisráðherra lýsti því yfir í ferð á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, að „Svíþjóðardemókratar væru bandamenn Pútíns.“

Jafnaðarmenn lögðu mikla áherslu á það í kosningabaráttunni að lýsa Svíþjóðardemókrötum sem „ógn við öryggi- og utanríkisstefnu Svíþjóðar“ án þess að koma með nein sönnunargögn. Hvorki leynilögreglan Säpo né herleynilögreglan Must gerðu neinar ráðstafanir vegna lygaáróðurs kratanna. til nokkurra aðgerða.

Meðal annars hélt utanríkisráðherrann því fram, að tengsl Svíþjóðardemókrata við Rússa væri „vel þekkt víða.“ Núna er sagt að „nánir starfsmenn“ bandaríska utanríkisráðherrans Antony Blinken hafi lýst áhyggjum af áhrifum Svíþjóðardemókrata í sænskum stjórnmálum sérstaklega varðandi öryggisstefnuna, að sögn Expressen.

„Ekki siðmenntaður flokkur“

Ónafngreind heimild ríkisstjórnarinnar segir um Svíþjóðardemókratana:

„Það er ekki siðmenntaður flokkur eins og þeir líta á málin og ég myndi segja að það geti orðið mjög vandasamt fyrir komandi ríkisstjórn. Bandaríkjamenn munu ekki deila upplýsingum með okkur, ef þeir hafa áhyggjur af því, að Rússar fái upplýsingarnar í gegnum Svíþjóðardemókratana.“

SD hefur verið lýst af alþjóðlegum vinstrisinnuðum fjölmiðlum sem öfgahægri þjóðernisflokki. Samkvæmt heimildum Expressen verður það fyrir trafala fyrir Svíþjóð í framtíðarsamstarfi við Bandaríkin. Heimildarmaðurinn segir:

„Móderatar hafa gert Svíþjóðardemókrata hversdagslega sem umheimurinn skilur ekki. Hylling Le Pen styrkir enn frekar þá ímynd, sem nú er að festast í umheiminum. Vil löndum á sama reit og Ítalía, Ungverjaland og Pólland.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila