Sænskur lögreglumaður: „Við störfum á stríðsvelli án þess að vera útbúnir fyrir stríð“

Lögreglan fyrir alla stendur á bandinu. Sænsku lögreglunni er meinað að vinna störf sín vegna slappra laga og aumingjaháttar gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi.

Sænska blaðakonan Katerina Janouch er öflugur fréttamaður. Á heimasíðu sinni skorar hún á blaðamenn ráðandi afla að taka málefnalega umræðu, sem fleiri mættu taka til sín. Janouch birti nýverið viðtal við lögreglumanninn „Peter“ sem heitir eitthvað annað en velur að koma fram undir dulnefni, svo hann verði ekki fyrir aðkasti eða einhverju enn verra. Útvarp Saga birtir hér grein Katerinu Janouch í lausri þýðingu, hún er dálítið löng en gefur einstaka innsýn í vandamálin sem Svíþjóð dregst með vegna óhóflegs fólksinnflutnings undanfarin ár. Greinin á fullt erindi til Íslendinga svo þeir skilji hvað um er að ræða og geti lært af mistökum Svía.

„Peter“ starfar á viðkvæmum svæðum í Stokkhólmi. Hann segir frá því, hvernig glæpaklíkur tæla börn í glæpamennsku og hvernig börn frá unga aldri eru nýtt sem við fíkniefnasendlar. Þau vara klíkurnar við ef lögreglan eða „samkeppnisaðilar“ koma á svæðið. Börn túlka fyrir foreldra, sem ekki tala sænsku, þegar glæpaverk eru skipulögð. Börnin eru yngstu fórnarlömb glæpastarfseminnar.

Lögreglumaðurinn lýsir því hvernig það er að vinna á stríðsvelli, án þess að vera útbúinn fyrir stríð. Og hann leggur sökina á stöðugt stækkandi glæpahópum á sænska samfélagið. „Þeir mata glæpamenn með styrkjum og leyfa þeim að byggja upp samhliða samfélög sín. Þeim er ekki refsað.“ Glæpagengin vita mætavel, að lögreglan er í glataðri stöðu – og að þeir sjálfir hafa fengið óútfylltan víxil til að halda áfram að fremja glæpi. „Verkefni okkar er að reita þá ekki til reiði“ segir lögreglumaðurinn. „Venjulegur Svensson fær sekt – en ekki meðlimir glæpaklíkunnar.“

Óhugur fyllti Svíþjóð um helgina, því tvö lítil börn voru skotin úti að leik. Nýju stigi í ofbeldi er náð jafnvel þótt skotárásin sé sögð „slysaskot.“ – Hvað ef svo var ekki? Hvað ef börnin voru skotmörk, af ástæðum sem við viljum ekki einu sinni hugsa um? Hið opinbera Svíþjóð er handan við barnaskapinn, glæpir eru jafn miskunnarlausir og þeir eru ógeðslegir. Ný stig ofbeldis bætast við daglega og börn sem eru þáttakendur í glæpum eru það í mörgum tilvikum þegar frá fæðingu. Sænska dómskerfið virkar ekki lengur, stefnan í innflytjendamálum hefur stuðlað að vexti erlendra glæpasamtaka, sem eru í dag um 40 talsins að sögn Mats Löfving lögreglustjóra og þau ráða yfir heilum svæðum og úthverfum. Svíþjóð er í dag að hluta hertekin landsvæði, þar sem glæpahóparnir stjórna með ofbeldi og hótunum. Katarina Janovich spyr lögreglumanninn:

Lýstu starfinu, hvernig lítur það út daglega?

„Samantekið á einfaldan hátt má segja, að við störfum á stríðsvelli, þótt við höfum ekki búnað til stríðs. Þessi svæði eru byggð með göngubrúm. Hugsaðu þér tvo lögreglubíla, fjóra lögreglumenn, við eigum að athuga klíkuglæpamenn í bíl. Eftir fimm mínútur erum við umkringdir af fimmtíu manns. Glæpamönnum og fylgissveinum þeirra. Þeir kvikmynda stöðugt, eru með handsprengjur. Á hverri sekúndu getur steinum rignt, einhver getur skotið þig. Í þetta sinn gekk allt vel, við unnum ekki störfin okkar … við slepptum glæpamönnunum. Að sekta þá myndi setja ofbeldisferli í gang, sem ekki er þess virði. Í Svíþjóð virkar það þannig, að því fleiri glæpi sem menn fremja, þeim mun frjálsari eru þeir ferða sinna. Þeir hafa óútfylltan víxil, eru löglausir. Það vita þeir og nýta sér. Og þannig víkka þeir út kvíarnar. En það megum við ekki gera.

Ertu ekki með hlífðarbúnað?

– Jú. Við erum alltaf með öryggisvesti, það er skylda, en þau eru gerð fyrir skammbyssuskot. Glæpamennirnir hafa aðgang að sjálfvirkum vopnum, hríðskotabyssum eins og kalashikovs, sem öryggisvesti okkar duga ekki gegn. Búnaðurinn okkar inniheldur óeirðhjálm, en maður notar hann ekki við störf úti. Líttu bara á myndir frá hryðjuverkaárásinni á Drottninggötunni, aðeins einn var með slíkan hjálm og það var aðstoðarmaður. Eiginlega ætti maður að hafa hann allan tímann. Ég set ekki á hjálminn, þegar ég stöðva bíl … t.d. ef það kemur útkall um skotárás í skóla, PDV (yfirstandandi banvænt ofbeldi), þá stöðva ég bílinn og nota búnaðinn. En þegar unnið er á viðkvæmum svæðum er reglan að forðast að ýta undir neitt. Hugmyndin er að við eigum að vera eins og venjuleg lögregla á venjulegum svæðum, þrátt fyrir að við séum á stríðsvellinum. Þrátt fyrir að við erum án búnaðs til stríðsátaka. En við eigum að hafa sömu nálgun eins og við værum að keyra um í venjulegu rólegu svæði.

– Lögreglunni er fórnað, við erum sendir inn í þetta umhverfi með þeim leiðbeiningum, að við eigum ekki að nota þann hlífðarbúnað sem er til. Við erum ekki sérþjálfaðir lögreglumenn fyrir slíkt. Við höfum farið í Lögregluskólann í tvö ár og menn væntast þess, að við eigum jafn auðvelt með að glíma við glæpagengin eins og um glæpi í ástarsamböndum væri að ræða. En við erum ekki í stakk búnir til að takast á við glæpastarfsemina sem við blasir, hvorki hvað varðar búnað né getu. Andreas Danman, nýútskrifaður lögreglumaður var sendur út, hann hafði lært hvernig á að tala við venjulegt fólk – og svo á hann að takast á við harðsvíraða glæpamenn …

– Við vinnum í raun ekki starf okkar … við sleppum þeim. Glæpamennirnir eru mjög viðriðnir umferðarlagabrot, við lítum snöggt á málin og sleppum þeim síðan. Þeir eru löglausir. Ef ég myndi stöðva Svía, sem fremur sömu umferðarlagabrot, þá verður hann sektaður. En ekki klíkuglæpamennirnir. Slíkt myndi framkalla ofbeldi og það er ekki þess virði. Ef ég hringi til rannsóknarmanns, þá getur hann haft svo mörg óleyst mál á borðinu, að það er tilgangslaust, þá fæ ég að vita að engin rannsókn muni fara fram og slíkt leiðir ekki til hárra refsinga. Þetta er kallað forrannsóknartakmörkun. Glæpamennirnir hafa óútfylltan víxil til að fremja sama glæp aftur og aftur. Til dæmis ef glæpamaður hefur stolið 30 sinnum í búð, er grunaður 30 sinnum fyrir sams konar afbrot, þá veit ég að honum verður sleppt og hann getur haldið áfram í næstu búð.

– Ég er ákaflega svekktur. Gremjan er með því versta sem ég veit um í okkar fagi. Þegar við höfum handtekið glæpamenn, þá reynum við ekki einu sinni að sækja þá til saka, vegna þess að Svíþjóð hefur þetta kerfi. Því fleiri glæpi sem menn fremja, þeim mun hærri afslátt fá þeir. Glæpaklíkurnar og hópar innflytjenda vita af þessu, þeir þekkja kerfið og þeir notfæra sér það. Og þeir þekkja líka stöðu lögreglunnar, þeir vita um viðkvæma stöðu okkar, þeir vita að þeir ráða sínum svæðum. Þeir vita, að þegar þeir kalla á fólk til að umkringja okkur, þá hafa þeir yfirhöndina. Allir þekkja stöðuna sem lögreglan er í, sem oft endar með, að ég og samstarfsmennirnir sleppum þeim. Einkaréttur okkar á að beita valdi er ekki lengur til staðar.

Hvaðan fá glæpagengin vopn sín?

– Þau koma enn í miklum mæli frá Balkanskaga. Glæpamenn kaupa vopnin ódýrt og fá mikið af aukahlutum með í kaupunum t.d. handsprengjur og önnur hergögn. Vopn koma einnig beint frá stjórnarráðinu og það er enginn brandari. Þú manst kannski eftir stolnu byssunum? Ein þeirra fannst hjá einstaklingi, sem var kærður fyrir morðtilraun …

Hverjir eru algengustu glæpirnir sem þú og samstarfsmenn þínir glíma við?

– Mikið er um fíkniefnaafbrot, bæði eigin notkun og eignarhald. Síðan koma búðarþjófnaðir og rán. Það eru framar öllu ungir innflytjendur sem ræna Svía. Mjög ung börn eru rænd. 13–14 ára unglingar fremja rán, þeir eru tældir inn í klíkamenninguna, því í Svíþjóð er ekki byrjað að refsa fyrir afbrot fyrr en við 15 ára aldur. Smáskýrsla er send til félagsþjónustunnar og síðan gerist ekkert meira. Að innflytjendur ræna Svía leiðir til þess að sænskir unglingar halda sér heima. Það er enginn stuðningur frá samfélaginu, við lögreglumenn getum ekki gert neitt, þess vegna halda þeir sér heima. Svo erum við með ránshópa sem koma til Svíþjóðar. Mikið frá Georgíu, Austurlöndum, Hvíta-Rússlandi, Póllandi, Úkraínu. Þeir koma til Svíþjóðar, vegna þess að þeir vita, að það er auðvelt að fremja glæpi, það er engin lögregla og þeir fá enga refsingu. Þeir stela gríðarlega miklu í verslunum, þeir eru inni og stela alls staðar. Atvinnurekendur ráða öryggisfyrirtæki og óeinkennisklædda varðmenn til að njósna um þjófa frá Georgíu og baltísku löndunum. Síðan höfum við allt ofbeldð í samböndum, sem hefur verið sérstaklega mikið núna í heimsfaraldrinum. Við komum inn á heimili og enginn talar sænsku.…. ég hef verið með, þar sem barnið hefur þurft að vera túlkur og þýða það sem foreldrarnir segja, bæði fórnarlambið og sá grunaði. Hvar er réttarríkið?

– Við höfum heiðursmorð. Kúgun kvenna. Ef maðurinn heldur að konan hafi gert eitthvað rangt er ofbeldið ekki fjarri. Ég sé að börnunum líður illa, mörg búa mjög þröngt og fátæktin útbreidd. T.d. taldi ég ellefu dýnur í lítilli þriggja herbergja íbúð, það voru börn alls staðar, það leit illa út, mikið hreinlætisvandamál og skítugt. Þetta voru Afríkubúar og kunnu ekki orð í sænsku, 7 ára drengur í fjölskyldunni varð að þýða, hvað hafði gerst. Faðirinn var algjörlega ósnortinn, hann hafði barið móðurina. 7 ára gamalt barnið hafði hringt í lögregluna. Hvar er réttarríkið?

– Það er líka mjög algengt með börn sem eru eiturlyfjasendlar, klíkurnar smyrja æskuna á svæðinu, bjóða þeim sælgæti, ís, svo að þeim líki við þá eldri og fá þau síðan í sendiferðir. Ég hef séð smábörn hlaupa um með eiturlyf. Við vitum hverjir eru glæpamenn á þessum svæðum og sjáum þegar smábörn fara og tala við foringjana … Við sjáum hvernig þau eru tæld til starfa en við getum ekkert gert í þeim málum heldur.

Á hverjum bitna þessir glæpir mest í samfélaginu?

– Allt samfélagið þjáist. Allir góðu hirðsömu innflytjendurnir sem búa á viðkvæmu svæðunum en líka venjulegir Svíar á allt öðrum svæðum. Þú getur ekki verslað í ró og næði í Mall of Scandinavia, vegna þess að þú átt á hættu að vera rændur af innflytjendaklíku, þú getur ekki farið út á kvöldin, vegna þess að þú átt á hættu að þér verði nauðgað. Fjárhagslega bitnar þetta á öllum, því kostnaðurinn lendir á skattkerfinu. Allt réttarkerfið sem við höfum, allt frá félagsþjónustu, dómsvaldi og lögreglu, allt þetta kostar mikla peninga. Ég veit ekki hversu oft ég hef vitnað í réttarhöldum – ég þarf að greiða 4.000 sænskar kr. ef ég mæti ekki. Á meðan hinn ákærði mætir ekki og fær enga refsingu. Bara réttarhöldin kosta mikið fé. Og allt félagslegt átak eins og tímabundið húsnæðiskjól. Svo ekki sé minnst á heilsugæsluna, öll skotsárin, alla verði sem þarf að kalla inn til verndar, þegar ættbálkarnir slást á sjúkrahúsunum … Og svo höfum við stóra vandamálið með innflytjendur, sem senda peninga til heimalands síns, þeir senda félagsbæturnar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki stöðvað. Líttu á Forex gjaldmiðlastofuna þegar útborgun kemur, þeir hafa komið upp kerfi til að mjólka allt samfélagið. Þeir fá svo rausnarlega styrki að þeir búast við að geta framfleitt fjölskyldumeðlimum, sem eiga heima í öðrum löndum. Sómalía og nokkur önnur Afríkuríki eru verst hér. Bara þetta félagsbótasvindl eitt og sér kostar 18 milljarða sænskar kr. á ári.

Hvernig er staðan hjá konum?

– Konur mega ekki hreyfa sig að vild eða klæða sig eins og þær vilja á viðkvæmum svæðunum en það eru ekki eftir svo margar sænskar konur þar. Það er mikið um slæður, félagslegt eftirlit með konunum, en það er ekkert sem ég sem lögreglumaður get gert neitt að. Það er ekki refsivert að einhver neyðist til að ganga með blæju, jafnvel þó það sé ekki sjálfviljugt. Á hinn bóginn hefur þetta áhrif á öryggi kvenna í samfélaginu. Ég vann á hátíðinni „We are Stockholm“ 2018, þar sem hópar ungra innflytjendadrengja umkringdu sænskar stúlkur og frömdu kynferðisafbrot á þeim, lömdu þær, hræktu á þær og nokkrar nauðganir áttu sér stað í miðri Stokkhólmsborg. Aðalvandamálið með unga stráka sem ráðast á stúlkur einar á ferli kemur frá afgönsku bylgjunni. Það eru mest Afganar sem fremja þessa glæpi. Við höfum séð aukningu á árásarnauðgunum og hópnauðgunum – einnig gegn drengjum.

Hvaða svæði myndir þú segja að eru verst í Svíþjóð?

– Hvar á ég að byrja? (Hann hlær). Öll innflytjendasvæði. Jafnvel svæði sem áður voru róleg eiga nú í vandræðum og þetta versnar bara. Fjöldi viðkvæmra svæða eykst – góð svæði eyðileggjast þegar margir innflytjendur flytja inn og þá flýja Svíarnir annað. Áður fyrr var glæpamennskan bundin við stórborgirnar, núna nær ofbeldið einnig til minni bæja. Allt Svíþjóð er snert.

Hvernig hafa glæpaættbálkarnir orðið svona sterkir að þínu mati?

– Það er afleiðing þess, að réttarríkið hefur grundvallarlega gefist upp. Glæpamennirnir fá afskaplega mikla fjárstyrki, við gerum allt til að auðvelda daglegt líf þeirra svo þeir sjá sig ekki knúna til að sækjast eftir vinnu og verða hluti af samfélaginu. Svíþjóð eys yfir þá peningum, sem gerir þeim kleift að lifa í samhliða samfélagi. Þeim er ekki refsað þegar þeir fremja glæpi. Að samanlögðu verður þetta fullkominn grundvöllur og næring fyrir áframhaldandi vöxt þeirra.

Hvað finnst þér og samstarfsmönnum þínum um það?

– Fólk er leitt. Allt frá því að við getum ekki skapað öryggi í samfélaginu til þess að þegar við handtökum fólk, sem fremur mikla glæpi, þá verðum við að sleppa þessu fólki. Margir íhuga að hætta störfum. Rétt eins og þegar Andreas var skotinn, þá var andrúmsloftið fyllt með sorg en ég held varla, að morðið á honum muni breyta neinu. Uppgjöfin innan lögreglunnar sem kom upp á yfirborðið, þegar hann var skotinn, en ég finn ekki að það sé verið að gera neinar breytingar … vinnulagi okkar mun ekki verða breytt. Okkur verður ekki leyft að taka glæpamennina harðari tökum …

– Stjórnmálamenn eru álíka leiðtamir og venjulega. Það verða nokkur innlegg á Twitter, að þetta sé ekki í lagi, ekki ásættanlegt en enginn gerir neitt … enginn stendur upp og segir hingað og ekki lengra, enginn setur hart gegn hörðu, enginn gerir það.

Er hægt að stöðva þessa þróun eða er það orðið of seint?

– Ég held, að það hafi gengið svo langt, að það þurfi mjög róttæka breytingu á réttarkerfi Svíþjóðar til að koma þessu í lag. Sænska réttarkerfið er byggt fyrir fólk sem hefur grundvallarsiðferði og einhvers konar samstöðu varðandi samfélagið. Síðan er flutt inn glæpamennska, sem alfarið hunsar samfélagið og skortir allt siðferði. Það verður árekstur. Það er ekki hægt að flytja sænskt siðferði yfir á aðra menningarheima. Stjórnmálamenn telja, að allir þeir sem koma hingað vilji vel og hafi metnað til að aðlagast. En það eru til einstaklingar sem lifa glæpalífi á kerfisbundinn hátt. Og þá er ekki til nægjanlega gott kerfi til að refsa þeim. Svarið er að mér finnst þetta hafa gengið heldur langt.

Hvaða ráðstafanir telur þú að þurfi að grípa til?

– Stöðvið fólksinnflutninginn! Það kemur fólk til Evrópu sem hefur allt aðra sýn á konum, réttarkerfinu, lögum og reglu, sem hefur enga löngun til að vera hluti af sameiginlegu samfélagi okkar. Ef enginn undirbúningur er til að mæta þessari þróun, þá brotnar samfélagið niður. Það er það sem við sjáum gerast í Svíþjóð í dag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila