Sakborningar í Ólafsfjarðarmálinu yfirheyrðir í dag

Gert er ráð fyrir að þeir þrír einstaklingar sem sitja í haldi vegna andláts karlmanns sem stunginn var til bana í Ólafsfirði í gær verði yfirheyrðir í dag. Farið var í gær fram á gæsluvarðhald yfir fólkinu sem var handtekið á staðnum þar maðurinn lést, grunað um að tengjast málinu og andláti mannsins.

Maðurinn sem lést var á fæddur árið 1976 og hét Tómas Waagfjörð en Tómas og fólkið sem var handtekið er ekki búsett á Ólafsfirði og voru gestkomandi í fjölbýlishúsi í bænum þegar voðaverkið var framið. Í gær var fólki boðið að koma saman í Ólafsfjarðarkirkju vegna málsins og var samkoman fjölsótt. Að sögn lögreglu er rannsóknin enn á frumstigi og því verði ekki frekari upplýsingar gefnar að svo stöddu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila