Salan á Mílu vekur upp umræðu um mikilvægi innviða – Hefði þurft að ræða málið á þingi

Kristrún Mjöll Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar

Það hefði verið betri staða ef hægt hefði verið að ræða söluna á Mílu á þingi því ákveðnum mikilvægum spurningum er enn ósvarað varðandi söluna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristrúnar Mjallar Frostadóttur þingmanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Kristrún segir að enn liggi ákveðnar upplýsingar ekki á borðinu, til dæmis hver þau skilyrði séu sem ríkisstjórnin telji vera uppfyllt sem geri það að verkun að salan teljist í lagi.

Þá segir Kristrún að þetta veki einnig upp enn frekari spurningar, spurningar sem svara hefði átt fyrir mörgum árum, ef ekki áratugum

um hvernig regluverkið er í kringum þjóðhagslega nauðsynlega innviði og hvort regluverkið sé nógu gott

Hún segir að málið hafi þó ákveðna kosti í för með sér, til dæmis þá að málið varpi ljósi á að þessir innviðir séu í einkaeigu

en það þarf auðvitað bara að skoða regluverkið og rammann, þetta kannski ýtir við þinginu að skoða hvernig ramminn er og hvort að hægt sé eða þörf sé á að grípa inní

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila