Sálfræðingur óttast að Julian Assange undirbúi sjálfsvíg í fangelsinu

Eins og kunnugt er, þá situr Julian Assange stofnandi Wikileaks í bresku fangelsi og á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir högði sér þunga refsingu. Michael Kopelman prófessor í taugasálfræði hjá Kings College í London segir ásigkomulag Assange orðið svo slæmt eftir langvarandi þunglyndi og sálrænar kvalir í fangelsinu að telja megi verulega hættu á sjálfsvígi. Assange er hafður í haldi í sérstöku öryggisfangelsi Belmars, sem hýsir morðingja og hryðjuverkamenn. Hann hefur að mestu verið í einangrunarklefa og er á sterkum lyfjum.

Samkvæmt Daily Mail vitnaði Michael Kopelman um sálrænt heilsufar Assange í réttarhöldunum. Segir Kopelman að Assange sé byrjaður að undirbúa sjálfsvíg m.a. með því að skrifta fyrir kaþólskum presti, skrifa kveðjubréf til fjölskyldunnar og vinna að erfðaskrá. Kopelman hefur heimsótt Assange í tuttugu skipti í fangelsið.

Michael Kopelman sérfræðingur í taugasjúkdómum segir andlegt ástand Assange úr skorðum vegna langvarandi þunglyndis og sálrænna kvala í fangelsinu

Einangrunin hefur gert Assange ruglaðan í ríminu og hann sagður heyra raddir sem segi „við komum og sækjum þig“ ásamt öðrum sálrænum ofskynjunum t.d. hljóðofskynjunum sem hafa hrakað heilsufari hans enn frekar. Hann á einnig að hafa upplifað að vera á þröskuldi dauðans. Kopeman segir að raunveruleg hætta sé á sjálfsvígstilraun og að hugsanlegt framsal til Bandaríkjanna gæti hrundið af stað slíkri tilraun: „Hætta á sjálfsvígi myndast af klínískum ástæðum en það er yfirhangandi framsal og eða raunverulegt framsal sem gæti samkvæmt minni meiningu hrundið slíkri tilraun af stað.“

Hillary Clinton um Julian Assange „Gætum við ekki sent dróna á hann?“

Við látum meðfylgjandi tíst fylgja með til áminningar um það hatur sem uppljóstrun Wikileaks m.a. á stríðsrekstri Bandaríkjanna dró fram í dagsljósið sem segir mikið um stjórnhætti „djúpríkisins“. Hillary Clinton fv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna spurði í illsku hreint út hvort ekki væri hægt að „dróna gaurinn?“ þ.e.a.s. senda dróna með byssu eða sprengju til að drepa Assange.

Matt Orfalea tók saman þetta myndband þar sem störf Assange eru m.a. borin saman við störf verðlaunaðra blaðamanna eins og í Watargate hneykslinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila