Sameinuðu Þjóðirnar og Evrópusambandið lýsa stríði á hendur „hættulegum samsæriskenningum“

UNESCO og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sett af stað herferð til að vinna gegn „samsæriskenningum“ um kórónuveiruna meðal annars. Er því haldið fram, að samsæriskenningar séu hættulegar og kyndi undir „ofbeldisfulla öfgasinna.“

Mennta- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO stóð fyrir upplýsingaherferð á meðan faraldurinn gekk yfir, undir nafninu Hugsaðu áður en þú deilir „Think before sharing“ eða „#ThinkBeforeSharing“, sem Newspunch greindi frá.

Á vefsíðu herferðarinnar er því meðal annars haldið fram að heimsfaraldurinn svokallaði hafi „kveikt skelfilega aukningu rangfærslna og samsæriskenninga á netinu.“

Sameinuðu þjóðirnar benda á að „samsæriskenningar geta verið hættulegar.“ Framkvæmdastjóri UNESCO segir í yfirlýsingu:

„Samsæriskenningar valda fólki raunverulegum skaða, heilsu þess og jafnvel líkamlegu öryggi. Þær efla og lögfesta ranghugmyndir um heimsfaraldurinn og styrkja staðalmyndir sem kynda undir ofbeldi og ofbeldisfulla öfgasinnaða hugmyndafræði.“

UNESCO, ESB, Twitter og World Jewish Congress í sameinaðri baráttu

Herferðin gegn þessum meintu samsæriskenningum, sem UNESCO segir að sé unnin í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Twitter og World Jewish Congress, er sögð miða að því að hjálpa fólki að bera kennsl á, afhjúpa, bregðast við og „tilkynna samsæriskenningar til að koma í veg fyrir að þær breiðist út.“

Í einu upplýsingablaðanna (sjá neðar á síðunni), sem framleitt er til að leiðrétta hugsunarmynstur fólks, kemur fram að meintir falsáróðursmenn „hunsi vísindalegar sannanir og ásaki einstaklinga og hópa, sem bera enga ábyrgð á heimsfaraldrinum.“

Í herferðarmynd frá World Jewish Congress (sjá neðar á síðunni) er fullyrt, að það sé hættuleg lygi, að segja að veiran sé hluti leynilegs samsæris, sem miðar að því að ákveðnir hópar græða peninga. Segir í myndinni:

„Þessar fullyrðingar eru ekki bara rangar. Þær eru skaðlegar. Þær hunsa vísindin. Þær skapa ótta. Þær stuðla að vantrausti. Og ýta undir hatur.“

Verður að útbúa fólk með verkfærum til að þekkja og hafna samsæriskenningum

Þegar herferðin var hleypt af stokkunum, þá skrifaði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í fréttatilkynningu að hún, ásamt UNESCO, Twitter og World Jewish Congress, hafi „sameinað kraftana til að vekja athygli á samsæriskenningum á netinu.“ Věra Jourová, varaforseti „Gildis og gagnsæis“ segir í yfirlýsingu.

„Rangar upplýsingar og samsæriskenningar skaða heilsu lýðræðisríkja okkar – þetta hefur komið mjög skýrt í ljós í tengslum við heimsfaraldur. Það verður að útbúa meðborgarana með gagnlegum verkfærum til að þekkja þær og hafna þeim.“

Öfgakennt að gagnrýna Rothschild fjölskylduna og George Soros

Framkvæmdastjórn ESB hefur einnig búið til sína eigin vefsíðu, þar sem ítarlega er útskýrt, hvað fólk eigi að varast. Meðal annars eru taldar upp hættulegar skoðanir, sem nefna Rothschild-fjölskylduna eða George Soros á nafn. Aðrar hættulegar upplýsingar eru fullyrðingar um, að kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skrifar:

„Mundu: Enginn ber ábyrgð á því að hafa búið til veiruna en við verðum öll að hjálpa til við að hefta faraldurinn.“

Samtímis viðurkennir framkvæmdastjórn ESB tilvist raunverulegra samsæriskenninga:

„Árið 2006 úrskurðaði héraðsdómur Bandaríkjanna í Washington DC, að stóru sígarettufyrirtækin væru sek um samsæri. Þau höfðu í áratugi falið vísbendingar um heilsufarsáhættu tengdum reykingum til að stuðla að meiri sölu.“

Áróðursmyndband SÞ og ESB – engar upplýsingar koma fram um uppruna kórónuveirunnar en sagt að það sé samsæriskenning að halda því fram að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu.

Glóbalistarnir eru í uppnámi yfir því, að við tölum um glóbalistarnir stjórni lífi okkar

Tilkynning ESB um herferðina gegn „samsæriskenningum“ á netinu

SÞ orðið opinberlega að „ráðuneyti sannleikans“

Dæmi um nokkra áróðurspésa SÞ og ESB

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila