Sameinuðu þjóðirnar skipa ESB að taka aukalega við rúmlega 42 þúsundum Afgönum

Flóttamannakommissjóner Ylva Johansson t.h. tekur við skipunum Sameinuðu þjóðanna um að ESB taki aukalega við 42500 Afgönum vegna hörmulegs ástands í landinu eftir yfirtöku hryðjuverkasveita Talíbana í kjölfar flótta Bandaríkjamanna. (© Bashir ahmady CC BY SA 4.0 / Anders Henriksson CC BY 2.0)

Innflytjendkommissjóner ESB, Ylva Johansson, sendir út viðvörun vegna ástandsins í Afganistan og núna skipa Sameinuðu þjóðirnar ESB að taka á móti 42 þúsund flóttamönnum til viðbótar fyrri flóttamönnum.

Á stafrænum stórfundi í ESB á fimmtudaginn var ástandið í Afganistan rætt og þær hörmungar sem dynja yfir venjulega Afgani. Samkvæmt Ylva Johansson er hætta á hungri og hruni í landinu og stór hópur fólks eru í hættu:

„Helmingur allra Afgana þarf á aðstoð að halda. Það er gríðarleg hætta á hungri, mannúðarkreppu og algjöru efnahagshruni” sagði Johansson. Unnið er að því, að undirbúa hjálp í landinu og nærliggjandi svæðum og einnig, að flytja fleiri Afgana til Evrópu.

Kvótaflóttamenn

Eftir hrikalegan flótta Bandaríkjamanna frá Afganistan, þar sem nútímavopn að andvirði yfir 80 billjónir dollara voru skilin eftir handa blóðþyrstum hryðjuverkamönnum, hefur ESB tekið á móti 22 þúsund kvótaflóttamönnum og núna vill flóttamannakommissjóner Sameinuðu þjóðanna, Filippo Grandi, að ESB taki aukalega á móti 42 500 kvótaflóttamönnum á næstu fimm árum frá Afganistan.

Ylva Johansson flóttamannakommissjóner ESB segir, að ESB geti tekið við Afgönunum en segir jafnframt, að einstök aðildarríki verði að ákveða að taka á móti þeim.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila