Samfélagsmiðlar mynda núning milli hópa með ólíkar skoðanir

Iva Marín Adrichem söngkona og aðgerðasinni

Samfélagsmiðlar eiga sinn þátt í því hversu ofsafengin og hatrömm umræðan í samfélaginu getur orðið, með þeim afleiðingum að tjáningarfrelsið verður fyrir skaða. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ivu Marínar Adrichem söngkonu og aðgerðasinna í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Iva segir að afleiðingar af ofsanum sem fylgi eldfimri umræðu geti verið alvarlegar og bendir á að stuðningur við mannréttindabaráttu hafi til dæmis minnkað, og þar eigi samfélagsmiðlar ákveðna sök

þeir eru byggðir upp þannig að hver og einn er í sínum bergmálshelli og svo fer fólk í kommentakerfi fjölmiðla og þá upphefst ofsafengin umræða því fólk er þar oft mjög ósammála„,segir Iva.

Iva þekkir ofsafengna umræðu af eigin raun því um daginn ákvað hún ásamt félögum sínum að stofna umræðuvettvang fyrir sam og tvíkynhneigða og varð það tilefni mikilla umræðna innan hinseginsamfélagsins og voru stofnendur umræðuvettvangsins meðal annars sökuð um hatur á transeinstaklingum.

Iva segir þá sem sökuðu stofnendur umræðuvettvangsins um hatur vera á villigötum

það eru auðvitað allir velkomnir í þennan hóp því við eins og aðrir gera sér alveg vel grein fyrir því að transfólk getur einnig verið samkynhneigt, en það sem við erum að gera að við erum að setja fókusinn svolítið á sam og tvíkynhneigð, í því felst engin andúð á öðrum hópum„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila