Vonar að aðgerðir yfirvalda komi almenningi vel

Logi Einarsson formaður Samfylkingar

Þær tillögur sem stjórnvöld hafa sett inn í frumvarp sem miðar að því að draga úr því að fólk missi atvinnuna vegna Kórónufaraldursins eru mun betri nú en þær voru í fyrstu, en það hefði verið heppilegra ef allir flokkar hefðu komið að borðinu.

Þetta kom fram í máli Loga Más Einarssonar þingmanns og formanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.  Logi bendir á að sú staða sem uppi sé í samfélaginu sé annars eðlis en venjubundin kreppa

þetta er ekki mannanna verk heldur utanaðkomandi vá og því hefði verið eðlilegra að allir flokkar hefðu fengið að vera með í þessu ferli, en ég vona að þessar aðgerðir virki eins og vonast er til“,segir Logi.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila