Samfylkingin stefnir enn á Evrópusambandið – Myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur enn fullan hug á að Ísland gangi í Evrópusambandið og segir formaður Samfylkingarinnar, Logi Már Einarsson að hann teli samningur um aðildarviðræður sé enn í fullu gildi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Loga í Síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Logi segir að hann og félagar hans í Samfylkingunni telji hagsmunum Íslands best borgið innan Evrópusambandsins en utan þess og það sé því enn svo að Samfylkingin vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Hann segir kjörið að þjóðin verði spurð að því í þjóðaratkvæðagreiðslu hvar hugur hennar liggur í málinu með því að svara því hvort halda eigi áfram viðræðunum frá þeim stað sem horfið var frá síðast.

og svo myndi þjóðin auðvitað fá að segja sinn hug á þeirri niðurstöðu og um það hvort hún vilji svo ganga í Evrópusambandið„segir Logi.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila