Samgönguráðherra útilokar ekki lántökur til að flýta samgöngubótum á höfuðborgarsvæðinu

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að hann útiloki ekki að tekin verði lán til þess að flýta framkvæmdum við fyrirugaðar samgönguumbætur á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Inga í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Eins og kunnugt er var undirritað samkomulag ríkissins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að hefja miklar framkvæmdir við samgöngumannvirki innan svæðisins.

Sigurður segir að stofnað verði þróunarfélag um Keldnaland sem muni bera halda utan um rekstur og fyrirhugaða gjaldtöku vegna framkvæmdanna en fjármagna á þær að stórum hluta með veggjöldum.

Aðspurður segist Sigurður ekki vita hvort félagið verði opinbert hlutafélag (ohf)

ég hef ekki upplýsingar um það”,segir Sigurður.

Hann segir hugmyndina vera að fjárfest sé til framtíðar ekki sé að vera að þrengja að einkabílnum, heldur sé um viðbót að ræða sem nýtist, meðal annars strætisvögnum Borgarlínunnar sem muni aka á viðbótar akgreinum ,forgangsbílum og sjálfkeyrandi bílum

til dæmis verða settar sér akgreinar sem munu nýtast vögnum Borgarlínunnar, forgangsbílum og líka þegar sjálfakandi bifreiðar verða hluti af umferðinni“. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila