Samherjamálið sýnir vankantana á kerfinu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Á samherjamálinu má glöggt sjá þá vankanta sem eru á fiskveiðikerfinu hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ólína segir málið kennslubókardæmi um hvað geti átt sér stað ef kerfið er lélegt

þetta sýnir alla helstu vankantana sem eru á þessu kerfi, bæði eins og það birtist okkur íslendingum og svo í smærri útgáfu í veikburða ríkjum eins og Namibíu, þar sem menn geta hreinlega komið og verslað með hann, notað hann eins og góss, og að lokum sölsað hann undir sig“,segir Ólína.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila