Vill að meira fé verði lagt til Skattrannsóknarstjóra og Héraðssaksóknara vegna Samherjamálsins

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið en í tillögunni er gert ráð fyrir að meira fé verði veitt til Héraðssaksóknara og Skattrannsóknarstjóra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ágústs Ólafs í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ágúst segir alveg ljóst að miðað við umfang Samherjamálsins séu embættin alls ekki í stakk búin að geta tekist á við málið

það er alveg nauðsynlegt að þetta mál verði rannsakað ofan í kjölinn og það verði gert mjög vel og því verður að setja meira fé í þessi embætti“. Hann segir að aðgengi sumra manna að ráðherrum sé of mikið “ við vitum um dæmi eins og með Kristján Loftsson þegar þurfti að breyta atriðum varðandi hvalveiðimálin, þá var bara hringt í sjávarútvegsráðherran og hann breytti því sem beðið hafði verið um„,segir Ágúst.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila