Heimsmálin: Samherjamálið það stærsta sem komið hefur upp hjá DNB Bank í Noregi

Eyjólfur Ármansson lögfræðingur

Samherjamálið er eitt stærsta peningaþvættismál sem upp hefur komið hjá norska ríkisbanaknum DNB og er málið á forsíðum flestra fjölmiðla í Noregi í dag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyjólfs Ármannssonar lögfræðings í Noregi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Eyjólfur sem er fyrrverandi aðstoðar saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir umfang málsins gríðarlegt og beri öll þess merki að um spillingu sé að ræða, hann hefur þó af fenginni reynslu talsverðar áhyggjur af því hversu fjársvelt þau embætti sem eigi að rannsaka slík mál séu, því mál sem þessi geti verið afar flókin þegar kemur að rannsókn þeirra. Í þættinum fór Eyjólfur yfir helstu atriði málsins sem snýr að Noregi en eins og fram hefur komið eru norsk yfirvöld að rannsaka málið.

Hlusta má á fróðlega greiningu Eyjólfs í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila