Samherjamálið verður Kristjáni Þór og Sjálfstæðisflokknum erfitt

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins

Samherjamálið verður Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra og Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandir ritstjóra Morgunblaðsins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Styrmir segir að þann tíma sem rannsókn mun taka verði nafn Kristjáns alltaf vera í umræðunni um málið vegna stöðu hans sem sjávarútvegsráðherra og í ljósi starfa hans í fortíðinni hjá Samherja.

Þá segir Styrmir margt líkt með hegðun Samherjamanna og breta í landhelgisdeilunni

það er nú það sem mér finnst sárast fyrir þjóðina, að íslendingar hafi hagað sér með þessum hætti líkt og bretar höguðu sér við okkur í landhelgisdeilunni.

Í þættinum rifjaði Styrmir einnig upp upphaf gjafakvótakerfisins og hvaða áhrif það hefur haft á samfélagið.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila