Samherjamálið er löðrungur í andlitið á þjóðinni

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra

Samherjamálið er stór lörungur framan í andlitið á þjóðinni og það er ráðamanna og dómsvaldsins að taka á málinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi ráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sighvatur bendir á að það að fyrirtæki geti hagað sér með slíkum hætti sé á ábyrgð yfirvalda og segir að nefna megi að yfirvöldum, meðal annars Geir Haarde þáverandi ráðherra hafi verið bent á af norðmönnum að girða þyrfti fyrir peningaþvætti með ákveðnum aðferðum en menn hafi hreinlega skellt skollaeyrum við því og nú sitji þjóðin uppi á gráum listum og svörtum víða um heim vegna þessa. 

Sighvatur segir tíðindin um samherja afar erfið þjóðinni, sérstaklega í ljósi þess að Íslands sé komið á þessa vafasömu lista

hvernig halda menn að það sé fyrir þjóð sem hefur verið sett á þessa lista að fá þetta svo í ofanálag í andlitið, viðbrögðin við þessu skipta öllu máli og það er á valdi stjórnvalda og dómsvaldinu, ef þeir aðilar taka á málinu verður þeim refsað sem þarf að refsa, ef ekkert er gert þá mun þjóðin það bitna á þjóðinni og svo seinna meir á þeim sjálfum„,segir Sighvatur.

Hann bendir á að illa hafi verið tekið á málum eftir hrun

og einn ráðherra, Geir Haarde dreginn fyrir dóm, en til þess að fá rétta mynd af því hvað gerðist hefðu þeir allir átt að fara fyrir dóm, þannig fær maður fram rétta mynd og þannig á að byggja upp málarekstur„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila