Síðdegisútvarpið: Samherjamenn stórtækir víða um heim

Jón Kristjánsson fiskifræðingur

Samherji er með starfsemi og við veiðar í mun fleiri löndum en rætt hefur verið um hingað til. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Kristjánssonar fiskifræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jón bendir á að hann hafi eitt sinn skoðað starfsemi Samherja um heiminn og tekið saman hvar starfsemin fer fram og hvaða fyrirtæki samherja tengist henni en útrás Samherja má rekja allt til ársins 1994 þegar fyrirtækið Framherji í Færeyjum sem þá var í þriðjungseigu Samherja festi kaup á frystitogaranum Akrabergi, síðar hafi verið fjárfest árlega í í hinum ýmsu löndum, meðal annars Þýskalandi, Bretlandi Skotlandi, Póllandi og víðar.

Árið 2007 fjárfesti svo Samherji í allri erlendri starfsemi Sjólaskipa og stofnuðu í framhaldinu Katla seafood, hvernig það kom til segir Jón aðspurður

eigum við ekki að orða það þannig að þeir hafi komið þessu þannig fyrir að þeir komust yfir þetta“.

Á bloggi sínu árið 2014 skrifaði Jón grein þar sem hann fer ítarlega yfir umsvif Samherja en nálgast má greiningu Jóns með því að smella hér. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila