Starfsemi Samherja snýst um að komast yfir eins mikið af eigum þjóðarinnar og hægt er

Gunnar Smári Egilsson blaðamaður

Starfsemi Samherja hefur fyrst og fremst snúist um að fyrirtækið sölsi undir sig náttúruauðlindir í þjóðareign með sem minnstri fyrirhöfn og kostnaði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gunnar bendir á hvernig fyrirtækið hafi undanfarna áratugi sogað til sín kvóta úr byggðalögum og skilið mörg þeirra eftir með lítið sem ekkert

þetta snýst allt um að komast yfir auðlindirnar og blóðmjólka þær, goðsögnin um Samherja er sú að þetta hafi verið hörkuduglegir strákar sem skúruðu dekkið á Guðsteini í Hafnarfjarðarhöfn, þeir hafa fengið hins vegar gefins mikið af kvóta og hafa síðan náð hverju útgerðarfyrirtækinu undir sig hverju á eftir öðru, Samherji er sagan af mönnum sem sölsa undir sig almannaeigum og auðgast á því, og sagan sem maður horfir upp á í Namibíu er nákvæmlega eins saga“,segir Gunnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila