Þeir sem eiga peningana stjórna hér landinu

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Þeir sem hafa hagnast gríðarlega á gjafakvótakerfinu eru þeir sem stjórna landinu í raun og veru. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga bendir á hvernig stórir útgerðaraðilar hafi gert útaf við litlar sjávarbyggðir þrátt fyrir að hafa í sumum tilfellum jafnvel lofað byggðarlögunum gulli og grænum skógum. Þá séu dæmi um að stóreigna og útgerðarmenn fái sérmeðferðir í bankakerfinu

hvernig stendur til dæmis á því að Guðmundur í Brim fékk yfir 20 milljarða afskrifaða í Landsbankanum, svo ekki fyrir alls löngu fékk hann svo 20 milljarða fyrirgreiðslu í þessum sama banka til þess að kaupa hlut Kristjáns Loftssonar í HB Granda? þarf ekki að skoða þetta líka? þarna er einn einstaklingur búinn að hafa úr bankanum hátt í 50 milljarða, þetta eru bara aðilar sem eiga alla peningana og stjórna landinu„,segir Inga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila