Virk samkeppni hefur jákvæð áhrif á samkeppni út á við

Norrænu samkeppniseftirlitin hafa kynnt þá sameiginlegu afstöðu sína að festa í úrlausn samrunamála, í samræmi við núgildandi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu, sé besta leiðin til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og evrópskra fyrirtækja gagnvart alþjóðlegum.

Yfirlýsinguna má lesa með því að smella hér en Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur ritað pistil um málið, þar sem segir meðal annars

”  Með þessu eru norrænu samkeppniseftirlitin að leggja sitt af mörkum í umræðu um samruna fyrirtækja sem á sér stað víða í Evrópu nú um stundir. Tilefnið er einkum ógilding framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á samruna fyrirtækjanna Siemens og Alstom, en bæði fyrirtækin eru mikilvægir framleiðendur járnbrautarlesta og búnaðar á því sviði. Taldi framkvæmdastjórnin að samruninn hefði skaðað samkeppni og leitt til hærra verðs, viðskiptavinum og neytendum til tjóns“.


Stjórnvöld í heimalöndum fyrirtækjanna tveggja, Frakklandi og Þýskalandi, tóku þessari niðurstöðu illa og hafa lagt fram tillögur um breytingar á samrunareglum Evrópusambandsins sem miða að því að leyfa í ríkara mæli stóra samruna evrópskra fyrirtækja. Telja stjórnvöld ríkjanna tveggja að fyrirtækin verði þannig betur í stakk búin til þess að bregðast við samkeppni kínverskra, bandarískra og annarra alþjóðlegra fyrirtækja.”segir Páll í pistli sínum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila