Samkeppniseftirlitið heimilar Skeljungi og Olíudreifingu að fara í samstarf til þess að tryggja aðgang að eldsneyti í öllum byggðarlögum

Samkeppniseftirlitið hefur vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu heimilað tímabundið samstarf milli Olíudreifingar og Skeljungs sem miðar að því að tryggja aðgang almennings að eldsneyti í öllum byggðarlögum.

Í tilkynningu segir að um undanþágu sé að ræða og að hún sé bundin skilyrðum skilyrðum sem tryggja eiga að samstarfið verði afmarkað við þau brýnu verkefni sem leysa þarf vegna aðstæðna sem skapast kunna vegna COVID-19, en ákvörðunin felur í sér undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta.


Smelltu hér til þess að sjá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila