Sáttanefnd skipuð í kjölfar sýknudóms í Guðmundar og Geirfinnsmálinu

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem fær það hlutverk að leiða fyrir hönd stjórnvalda sáttaviðræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018  og aðstandendur þeirra.
Í tilkynningu segir að verkefni nefndarinnar verði að koma fram fyrir hönd stjórnvalda í viðræðum og sáttaumleitunum við aðila málsins og aðstandendur þeirra og gera tillögu til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um hugsanlega greiðslu miska- og skaðabóta eða eftir atvikum svonefndra sanngirnisbóta til aðila málsins og aðstandenda þeirra.
Nefndina skipa:
Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, sem fulltrúi forsætiráðuneytis og formaður nefndarinnar.
Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu.
Magnús Óskar Hafsteinsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila