Seðlabanki Svíþjóðar varar við „grænþvotti“ og að „græn skuldabréf ógni efnahagslegum stöðuleika“

Stefan Ingves hefur verið seðlabankastjóri Sveriges Riksbank síðan 2006

Markaður „stjórnmálalegra réttra skuldabréfa“ – svo kallaðra grænna skuldabréfa – hefur stækkað mjög að undanförnu í Svíþjóð. Núna varar Seðlabanki Svíþjóðar við „lofslagstengdum áhættum sem skapa fjárhagslega áhættu – skuldaáhættu“ í nýrri skýrslu bankans. Samkvæmt Seðlabankanum skapast „áhættur“ sem geta skaðað stöðugleika efnahagslífsins, þegar ríkisstjórnir „breyta yfir“ í jarðefnalausa orkuframtíð.

Stjórnmálaákvarðanir til að fylgja kröfum Parísarsáttmálans efnahagslega áhættusamar

„Fyrir þáttakendur fjármálakerfisins – banka, tryggingarfélög og önnur fjármálafyrirtæki, opinberar stofnanir og fyrirtæki í öðrum starfsgreinum – geta loftslagstengdu áhætturnar myndað fjárhagslegar áhættur eins og skuldaáhættu. Lofslagstengda skuldaáhættu má skilgreina sem áhættu á að tap myndast þegar mótaðili (oftast útgefandi bréfanna) lendir í erfiðleikum að borga skuldir sínar vegna loftslagstengdra atburða. Það er annað hvort tap vegna raunverulegra loftslagsatburða (raunveruleg áhætta) eða tap í tengslum við breytingar yfir í minna jarðefnaháð efnhagskerfi (umbreytingaráhætta). Sem dæmi má nefna áhættu á skuldaafskriftum vegna beins tjóns af völdum loftslagsbreytinga eða áhættu á skuldaafskriftum í sambandi við stjórnmálaákvarðanir til að uppfylla kröfur Parísarsamkomulagsins.“

Varar við „grænþvotti“

Grænu skuldabréfin eru tengd fjárfestingum í því skyni að minnka álag á loftslag og umhverfi og stuðla að haldbærri þróun. Það þýðir að útgefendur grænu skuldabréfanna nota lánsféð til að fjármagna sérstök verkefni eða auðlindir sem skilgreinast sem grænar. Áhættumat á útgefendum grænna skuldabréfa endurspeglar greiðslugetu útgefandans á sama hátt og útgefenda annarra skuldabréfa. En vegna þess að útgefendur grænu bréfanna gefa út skýrslur um jákvæðan árangur fjárfestinganna á loftslags- og umhverfismál til fjárfestanna, þá myndast grundvöllur samræðna á milli útgefenda skuldabréfanna og fjárfestanna.

Þar með eykst einnig áhættan á svo kölluðum grænþvotti (eða grænfarða), þ.e.a.s. að útgefandi reynir að skapa mynd af sér sem umhverfisvænum jafnvel þótt viðkomandi reki starfsemi sem að meira eða minna leyti er skaðleg fyrir umhverfið. Grænþvottur er þannig ein tegund falskrar markaðsfærslu og skaðar traust milli grænna skuldabréfa og fjárfesta og græna verðbréfamarkaðinn í heild sinni.

Grænu skuldabréfin sífellt vaxandi hlutfall verðbréfamarkaða

Fyrsta græna skuldabréfið var gefið út af Alþjóðabankanum 2008. Upphaflega voru það einungis alþjóða þróunarbankar sem gáfu út græn skuldabréf en eftir 2013 hófu einnig aðrir útgefendur eins og sveitarfélög, fjármálafyrirtæki og einnig fyrirtæki í öðrum geirum t.d. orku-, fasteigna- og flutningageiranum að gefa út græn skuldabréf. Mörg lönd hafa einnig hafið útgáfu grænna skuldabréfa og fyrst var Pólland 2013. Markaður grænu skuldabréfanna hefur vaxið hratt og ár 2019 voru gefin út græn skuldabréf að andvirði 230 milljarða Bandaríkjadala sem var 50% aukning miðað við 2018. Samtals eru 930 milljarðir Bandaríkjadala í grænum skuldabréfum í dag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila